Ármann
Forsiumynd 1

Aðventumót Ármanns var haldið í Laugardalshöll laugardaginn 16.desember sl. Þetta var hið glæsilegasta mót og náðist mjög góður árangur um helgina. Mótið er eitt fyrsta innanhússmótið þar sem keppt er í karla og kvennaflokki. Mótið hófst með þrautabraut 6-7 ára, síðan tók fjórþraut 10-13 ára við og að lokum kepptu 14 ára og eldri. aventumot kristjan

Helstu úrslit:

Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR náði besta árangri mótsins er hún hljóp 200 m á tímanum 25,14 sekúndum. Hlaut hún 1004 stig fyrir þann árangur. 

Kristján Viggó Sigfinnsson Ármanni bætti sinn persónulega árangur um 5 cm innanhúss er hann stökk yfir 2,00 m. Setti hann um leið aldursflokkamet í 14 ára og 15 ára flokki pilta. Kristján náði besta árangri mótsins í karlaflokki. 

Lesa má nánar um mótið hér : http://fri.is/flottur-arangur-a-adventumoti-armanns/