Ármann
Forsiumynd 1

Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri fór fram í Kaplakrika sunnudaginn 11. mars. Mótið er nú haldið í fjórða sinn. Ármann sendi öflugt lið til keppni en í fyrsta sinn voru keppendur frá Ármanni í öllum greinum beggja kynja. Þegar upp var staðið stóðu piltarnir uppi sem sigurvegarar sinnar keppni.2

Í heildina unnu drengirnir fimm af átta keppnisgreinum. Kristján Viggó Sigfinnsson sigraði hástökk og langstökk á mótsmeti í báðum greinum. Björn Þór Gunnlaugsson sigraði 400 og 1500 m. hlaup auk þess að vera í sigursveit Ármanns í 4x200m. boðhlaupi. Fjölmörg persónuleg met litu dagsins ljós. Í heildina varð Ármann í öðru sæti með 80 stig, sigurvegarar mótsins var HSK með 113 stig. Í þriðja sæti varð ÍR með 74 stig. Eftir margra ára uppbyggingarstarf er fyrsti titill félagsins kominn í hús og sannarlega bjart framundan í frjálsum hjá Ármanni.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

143