Ármann
Forsiumynd 1

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár. Í ár fer 70 ára afmælismótið fram í Kaupmannahöfn dagana 27. maí – 1. júní. Reykjavík sendir úrvalslið með 41 keppanda, fjóra þjálfara og tvo farastjóra. Keppendur í úrvalsliði Reykjavíkur eru 15 leikmenn í knattspyrnu drengja, 10 leikmenn í handknattleik stúlkna, 8 drengir og 8 stúlkur í frjálsum íþróttum.

Þjálfarar hópsins eru með margra ára reynslu í þjálfun og menntaðir íþróttakennarar og sjúkraþjálfari. Fararstjórar hópsins eru starfsmenn Íþróttabandalags Reykjavíkur sem jafnframt hafa umsjón með undirbúning og framkvæmd ferðarinnar.

Fulltrúar úrvalsliðs Reykjavíkur eru nemendur í grunnskólum Reykjavíkur, flest fædd árið 2004 og fáein árið 2005. Undirbúningur fyrir mótið hófst með æfingum í byrjun árs og skoðuðu þjálfarar leikmenn í ýmsum mótum. Nú liggur fyrir endanlegt val á hópnum og koma keppendur frá 17 grunnskólum og tíu íþróttafélögum í Reykjavík.

Fulltrúar Ármanns á leikunum í ár verða:

  • Lydía Líf Reynisdóttir
  • Magnús Kristinsson
  • María Helga Högnadóttir