Ármann
Forsiumynd 1

Afreksskólinn er netnámskeið sem spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er að setja af stað til þess að hjálpa þér að hámarka þinn íþróttaárangur.

sds

Í Afreksskólanum deilir Ásdís sinni 20 ára reynslu sem íþróttakona á heimsmælikvarða og þeim aðferðum sem hafa komið henni í úrslit á öllum helstu stórmótum. Námskeiðið er yfirfarið af Dr. Hafrúnu Kristjánsdóttur íþróttasálfræðing og deildarforseta íþróttafræðideildar HR.

Afreksskólinn er átta einingar sem dreift er á átta vikur og samanstendur námskeiðið af myndböndum og PDF skjölum með verkefnum. Eftir að fyrstu átta vikunum er lokið hefur þú síðan aðgang að öllu efni námskeiðsins hvenær sem þér hentar auk þess sem þú færð aðgang að öllum framtíðaruppfærslum á námskeiðinu.

Í námskeiðinu kafar hún meðal annars djúpt í hvernig við getum:

✔️ Notið íþróttarinnar sem mest
✔️ Sett okkur markmið og náð þeim
✔️ Byggt upp sjálfstraust
✔️ Notað sjónmyndaþjálfun og sjálfstal
✔️ Tekist á við mótlæti og pressu
✔️ Undirbúið okkur fyrir keppni
✔️ Samræmt æfingar með námi eða vinnu
✔️ Og svo ótal margt fleira!

Skráning í fyrstu umferð af námskeiðinu er opin fram á sunnudaginn 27. September og er námskeiðið á sérstöku kynningartilboði.
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri og kynntu þér málið á www.asdistalks.podia.com/afreksskolinn.