Ármann
Forsiumynd 1

Frjálsíþróttadeild Ármanns státar af framúrskarandi þjálfarateymi sem heldur vel utan um okkar frjálsíþróttafólk á öllum aldri. Einn þjálfaranna er Gunnar Guðmundsson sem kom í þjálfarateymið árið 2019 og tók þá við hóp af öflugum unglingsstrákum. Markmiðið var að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu meistaraflokks og bættum árangri iðkenda.

Úr þeim hópi má nefna hástökkvarann Kristján Viggó sem hefur í gegnum yngri flokkastarfið bætt öll aldursflokkamet í hástökki. Þessum flotta árangri hefur hann svo haldið áfram og er hans besti árangur frá því í vetur þegar hann stökk 2.18 m á Stórmóti ÍR. Með þessum árangri náði hann lágmarki inn á heimsmeistaramót 19 ára og yngri sem haldið verður í Kenía 17.-22. ágúst. Gunnar og Kristján Viggó eru komnir til Nairobi í Kenía þar sem Kristján mun etja kappi við efnilegustu hástökkvara í heiminum! Við hlökkum til að fylgjast með þeim félögunum nú og áfram.

Kristjn HM