Ármann
Forsiumynd 1

Íslandsmótið í Poomsae fór fram í íþróttahúsi Ármanns laugardaginn. Mótið fór vel fram og var stigakeppnin æsispennandi og fór svo að lokum að Ármann varði Íslandsmeistaratitilinn með aðeins einu stigi.

Ármann átti 13 keppendur á mótinu og unnu þeir samtals til 17 verðlauna, þar af 5 gullverðlauna, 6 silfurverðlauna og 6 bronsverðlauna.

Keppendur mótsins í kvenna- og karlaflokki voru þau Gerður Eva Halldórsdóttir og Hákon Jan Norðfjörð en þau eru bæði Ármenningar.

gerdurHakon

armann2018

Sjá nánar um úrslit á vef TKÍ