Reykjavíkurborg og Íþróttabandalag Reykjavíkur afhendu í dag ellefu reykvískum íþróttamönnum sem tryggt hafa sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum og Ólympíumótinu í Ríó í sumar styrk.
Hver íþróttamaður fékk 500.000 krónur í styrk og var hann afhentur á Kjarvalsstöðum í dag. Það voru Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, og Ingvar Sverrisson formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur sem afhentu íþróttafólkinu styrkina.
Ásdís Hjálmsdóttir mun keppa í spjótkasti á fimmtudaginn keppni hefst klukkan 10:00 eða 11:15, en komist hún í úrslit hefst hún laugardaginn 9.júlí klukkan 16:45. Ásdís er í flottu formi núna og hefur verið kasta mjög vel að undanförnu. Keppni hófst í dag og verður bein útsending á Rúv alla keppnisdagana.
Við óskum Ásdísi og öllum keppendum góðs gengis í Amsterdam.