Fundargerðir

Íslandsmót yngri flokka í júdó verður haldið í Skelli á morgun, laugardaginn 14. apríl. Mótið hefst kl. 10:00 og eru áætluð mótslok um kl. 16:00.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

 • Barnaflokkur (U-13): 11-12 ára, fædd 2006 og 2007, keppnistíminn er 2 mínútur.
 • Táningaflokkur (U-15): 13-14 ára, fædd 2004 og 2005, keppnistíminn er 2 mínútur.
 • Unglingaflokkur (cadets, U-18): fædd 2001, 2002 og 2003, keppnistíminn er 3 mínútur.
 • Juniorar (U-21): fædd 1998, 1999, 2000, 2001, 2002 og 2003, keppnistíminn er 4 mínútur.

Í U-13 og U-15 er bannað er að nota kansetsu-waza (lása) og shime-waza (hengingar).

Við hvetjum alla til að mæta og fylgjast með ungu og upprennandi júdófólki spreyta sig og Ármenninga hvetjum við sérstaklega til að koma og hvetja okkar fólk:

 • Einstaklingskeppni U-15 (1 keppandi):
  • Árni Ólafsson, -38kg
 • Einstaklingskeppni U-18 (3 keppendur):
  • Benedikt Birnuson, -60kg
  • Páll Heimir Blöndal, -60kg
  • Bjarki Arnórsson, -81kg
 • Einstaklingskeppni U-21 (2 keppendur):
  • Elfar Dvíðsson, -73kg
  • Kristján Ríkarður Vernharðsson, -81kg
 • Sveitakeppni U-21 (1 sveit):
  • Benedikt Birnuson, -60kg
  • Páll Heimir Blöndal, -66kg
  • Elfar Dvíðsson, -73kg
  • Bjarki Arnórsson, -81kg
  • Kristján Ríkarður Vernharðsson, +81kg

ÁFRAM ÁRMANN!