Fréttir

Æfingar hjá eftirtöldum deildum/hópum falla niður fimmtudaginn 11.01.2018 vegna veðurs.

Fimleikadeild : As-Bs og Dd hópar falla niður í áhaldafimleikum og 4.flokkur fellur niður í hópfimleikum.

Frjálsíþróttadeild: Allar æfingar falla niður.

Tarkwondodeild: Æfingar hjá 12 ára og yngri falla niður.

Júdódeild: Þjálfari verður staðnum en foreldrar meti aðstæður.

Sunddeild: Æfingar hjá krossfiskum og sæhestum 1 oog 2 falla niður í árbæjarlaug. Allar úti æfingar í laugardalslaug falla niður. 

Körfuknattleiksdeild: Þjálfari verður staðnum en foreldrar meti aðstæður.

Við viljum biðja foreldra að meta aðstæður hjá þeim hópum sem æfa í dag áður en lagt er af stað.

Ef það eru einhverja spurningar er hægt að hafa samband við Eið íþróttafulltrúa í síma 696-5939

Sunnudaginn 10.12.17 var haldið upp á 129 ára afmæli Ármanns, en félagið var stofnað þann 15. desember 1888. Venju samkvæmt var valinn efnilegasti og íþróttamaður Ármanns fyrir árið 2017 og afhentir styrkir úr Afrekssjóði Ármanns. Við í Ármanni getum verið virkilega stolt af okkar fólki og erfitt að velja úr þessum myndarlega hóp.

 Hér má sjá Júlían taka eina af sínum Hulk lyftum:Julian

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Afrekssjóð Ármanns.

Umsóknareyðublað er á heimasíðu Ármanns undir 6.grein og starfsreglur sjóðsins má finna á heimasíðu Ármanns: http://armenningar.is/almenningsdeild/afrekssjodur-armanns

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum fyrir ángæjulegt samstarf og frábærar minningar frá árinu 2017.

jolamynd

Afmæli Ármanns verður haldið sunnudaginn 10. desember klukkan 14:00 í hátíðarsal Laugabóls. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði þar sem íþróttamaður Ármanns verður tilnefndur og einnig efnilegustu og bestu íþróttamenn hverrar deildar. Þá verður úthlutað úr afrekssjóði Ármanns eins og undanfarin ár. Það eru allir velkomnir og hvetjum við allar deildir að fjölmenna á góða stund með okkar flotta íþróttafólki.

Snorri julian og Jonas

Tíminn 2.nóvember fellur niður. 

Hægt er að skrá sig á Golden Age á Ítalíu 2018 með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og er skráningargjaldið 10.000 krónur.

Skráningargjaldið greiðist inn á 313-26-8502, kennitala: 420169-0359

Kveðja, Ragnar Þyrí