Fréttir

Ásdís okkar Hjálmsdóttir keppir í úrslitum á HM í London kl 18:15 í kvöld. Við hvetjum ykkur öll að horfa á þessa frábæru íþróttakonu sem hefur verið að bæta sig á hverju móti og verður virkilega spennandi að sjá hvað hún gerir í kvöld. Hún var virkilega nálægt íslandsmeti sínu í forkeppninni þegar hún kastaði 63.06m en metið er 63.43m. Hún á því nóg inni og sendum við henni góða strauma fyrir kvöldið. 

Hún hóf loka undirbúning sinn í gær með því að horfa á Game of Thrones. Það má því reikna með því að hún verði með blóðbragð í munni og skilji allt eftir á vellinum.

Við sendum Ármannskveðju með von um ógleymanlegt kvöld í London. 

Asdis hjalms