Fréttir

Sunnudaginn 10.12.17 var haldið upp á 129 ára afmæli Ármanns, en félagið var stofnað þann 15. desember 1888. Venju samkvæmt var valinn efnilegasti og íþróttamaður Ármanns fyrir árið 2017 og afhentir styrkir úr Afrekssjóði Ármanns. Við í Ármanni getum verið virkilega stolt af okkar fólki og erfitt að velja úr þessum myndarlega hóp.

 Hér má sjá Júlían taka eina af sínum Hulk lyftum:Julian

Íþróttamaður Ármanns árið 2017 er Júlían J.K. Jóhannsson kraftlyftingamaður. Þetta er þriðja árið í röð sem hann hlýtur þessa nafnbót. Júlían á frábært ár að baki sem hófst með sigri í yfirþungavigt á Reykjavík International Games (RIG), í klassískum lyftingum þar sem lyftur hans í hnébeygju og réttstöðulyftu voru Íslandsmet og réttstöðulyftan var jafnframt Evrópumet upp á 365kg. 

Í maí keppti hann á Evrópumóti í kraftlyftingum með búnaði. Hann setti Íslandsmet í hnébeygju hnébeygju upp á 402,5 kg og tók 340kg  í réttstöðulyftu en því miður gerði hann ógilt í bekkpressu og fékk því ekki gilt í samanlögðu á mótinu. 

Lokahnykkurinn á árinu var HM í Plazen í Tékklandi og hafnaði hann í 3 sæti á sínu öðru móti í fullorðinsflokki. Hann varð heimsmeistari í réttstöðulyftu upp á 370kg og reyndi hann við heimsmet upp á 400kg sem hann rétt missti en það styttist í að það fari upp. Hann lyfti 390kg í hnébeygju, 30 í bekkpressu og 370kg í réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti drengur upp einu tonni og 60kg betur.

Efnilegasti íþróttamaður Ármanns er frjálsíþróttamðurinn Guðmundur Karl Úlfarsson hann er fæddur 1998 og hefur verið að stórum framförum á árinu. Mundi eins og hann er kallaður er tugþrautakappi og er hann Íslandsmeistari í 18-19 ára flokki. Upp úr stendur Íslandsmet hans í stangarstökki 4,71m utanhús og sigur á RIG 4,75m innanhús. Hann var valinn til keppni í sameiginlegu liði Íslands og Danmerkur á NM U20 ára sem fram fór í Umea í Svíþjóð, en einnig keppti hann í tugþraut á NM og stóð sig vel.

Hér má sjá allar hans bætingar í einstökum greinum voru 400m 50,63s úr 50,75s – 1500m 4:50,21 mín úr 4:58,79 mín – 110mgr (99,1 cm) 15,21s úr 15,49s – stangarstökk 4,71m úr 4,52m – Tugþraut U20 6712 stig úr 6511 stigum. Kúluvarp 6kg beggja handa 21,35m Íslandsmet. Innanhúss voru einnig miklar bætingar; 60m 7,27s úr 7,33s – 60m gr (106,7cm) 8,67s úr 9,17 (2015) – 99,1 cm grindina hljóp hann á 8,49s – langstökk 6,43m úr 6,18m – stangarstökk 4,75m úr 4,20m. Sjöþraut (6kg kúla) 4737 stig.

Þessi drengur er mikil fyrirmynd fyrir unga iðkendur Ármanns. Hann er mikill félagsmaður og hefur hann verið að aðstoða við mót Ármanns undanfarið ár. Það er ljóst að hérna er mikill sóma piltur á ferð og er félagið mjög stolt af þessum unga dreng og framtíð hans er björt innan frjálsaíþrótta. 

Hér má sjá Munda taka við viðurkenningu úr höndum Snorra formanni Ármanns og Eið Ottó Íþróttafulltrúa Ármanns:Gumundur Karl

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá móður Júlían, frænku hans og Munda taka við viðurkenningu úr höndum Snorra Þorvaldssyni formanns Ármanns og Eið Ottó íþróttafulltrúa Ármanns.Bestu og efnilegastur

Einnig voru valdnir bestu og efnilegustu íþróttamenn ársins fyrir hverja deild:

Fimleikadeild:

 • Bestur: Dominiqua Alma Belányi
 • Efnilegastur: Anna Helga Jóhannsdóttir

Frjálsíþróttadeild:

 • Bestur: Ásdís Hjálmsdóttir
 • Efnilegastur: Guðmundur Karl Úlfarsson

Júdódeild:

 • Bestur: Sveinbjörn Jun Iura
 • Efnilegastur: Bjarki Arnórsson

Kraftlyftingadeild:

 • Bestur: Júlían J.K. Jóhannsson
 • Efnilegastur: Kristín Þorsteinsdóttir Sonnentag

Körfuknattleiksdeild:

 • Bestur: Þorleifur Baldvinsson
 • Efnilegastur: Jelena Tinna Kujundic

Lyftingadeild:

 • Bestur: Ingvi Karl Jónsson
 • Efnilegastur: Guðbjartur Daníelsson

Sunddeild:

 • Bestur: Ásta Kristín Jónsdóttir
 • Efnilegastur: Ágústa Bergrós Jakobsdóttir

Skíðadeild:

 • Bestur: Sturla Snæra Snorrason
 • Efnilegastur Hjördís Kristinsdóttir

Taekwondodeild:

 • Bestur: Eyþór Atli Reynisson
 • Efnilegastur: Gerður Eva Halldórsdóttir

verlaunabori

Afrekssjóður Ármanns var stofnaður 11.október 2008, þegar við Ármenningar héldum upp á 120 ára afmæli félagsins. Úthlutun úr sjóðnum hefur farið fram á afmæli félagsins ár hvert. Sjóðurinn er styrktur af félaginu og renna m.a. 10% af lottótekjum félagsins í sjóðinn. Í ár var úthlutað 1.090.000 -kr. Sjóðnum bárust umsónir frá 14 einstaklingum sem allar voru samþykktar. Hverju íþróttafélagi er nauðsynlegt að hafa góðar fyrirmyndir og eru öðru íþróttafólki mikil hvatning. Við erum virkilega stolt af afrekum þeirra og ekki síðum þeim sjálfum. 

Hér fyrir neðan má sjá nöfn þeirra sem fengur styrk úr afrekssjóði Ármanns:

 • Ásdís Hjálmsdóttir, Frjálsíþróttadeild
 • Dominiqua Alma Belányi, Fimleikadeild
 • Eyþór Atli Reynisson, Taekwondodeild
 • Freydís Halla Einarsdóttir, Skíðadeild
 • Guðmudur Karl Úlfarsson, Frjálsíþróttadeild
 • Harpa María Friðgeirsdóttir, Skíðadeild
 • Helgi Sveinsson, Frjálsíþróttadeild
 • Hákon Jan Norðfjörð, Taekwondodeild
 • Irina Sazonova, Fimleikadeild
 • Jón Sigurður Gunnarsson, Fimleikadeild
 • Júlían J. K. Jóhannsson, Kraftlyftingadeild
 • Jónas Ingi Þórisson, Fimleikadeild
 • Sturla Snær Snorrason, Skíðadeild
 • Trausti Þór Þorsteins, Frjálsíþróttadeild

Hér má sjá þá sem fengu styrk úr afrekssjóði Ármanns:Afrekssjour

Fyrirmyndarfélagið Ármann

Íþróttahreyfingin gerir kröfur til samfélagsins um stuðning, bæði aðgang að mannvirkjum og beinan fjárstuðning. Íþróttahreyfingin vill að litið sé á þennan stuðning sem endurgjald fyrir þjónustu sem hún veitir öllum þegnum samfélagsins. Til þess að slíkar kröfur séu trúverðugar og réttlætanlegar þarf íþróttahreyfingin að sýna það í verki að hún geri raunhæfar kröfur til sjálfrar sín hvað varðar gæði og innihald þess starfs sem hún vinnur. Þetta hefur hún gert með samþykkt stefnuyfirlýsinga um afmarkaða málaflokka, þar sem fram kemur að hvernig starfi sé stefnt. Slíkar stefnuyfirlýsingar hafa m.a. verið samþykktar um barna- og unglingastarf, menntun þjálfara og forvarnastarf.

Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög eða deildir sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem íþróttahreyfingin gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag eða Fyrirmyndardeild.

Við í Ármanni eru stolt af þessari viðkenningu en við fengum hana fyrst árið 2005 og var það sunddeild Ármanns. Í ár fengu allar deildir endurnýjun á þessari glæsilegur viðurkenningu frá árinu 2013. Þráinn Hafsteinsson kom til okkur og afhenti öllum deildum fána og viðurkenningarskjal til vottunar.Fyrirmyndarfelag ISI