Fréttir

Þá fer að hefjast 60+ leikfimin hjá okkur á fullum krafti eftir gott sumarfrí. Fyrsti tíminn verður þriðjudaginn 3.september klukkan 11:00 í fimleikasal Ármanns.

Það hefur verið ráðin nýr þjálfari hjá okkur en hann heitir Davíð Már og er hann útskrifaður íþróttafræðingur úr Háskólanum í Reykjavík. Hann er með margra ára reynslu af þjálfun meðal annars í fimleikum og sundleikfimi.

Æfingatímar:

Þriðjudagar kl 11:00-12:00 og fimmtudagar kl 11:00-12:00.

Það eru allir velkomnir og eru æfingarnar að kostnaðislausu.