Fréttir

Sunnudaginn 15.12.19 var haldið upp á 131 árs afmæli Ármanns, en félagið var stofnað þann 15. desember 1888. Valin voru íþróttakarl, íþróttakona og efnilegasti íþróttamaður Ármanns ásamt íþróttamanni hverrar deilda. Við eigum mikið af frábæru íþróttafólki sem við viljum heiðra og er þetta einn liður í því. Afrekssjóður Ármanns var stofanður 2008 og er því 11 ára í ár, en úthlutað var 920.000kr í ár. 

Best og efnilegasti

 

Íþróttakarl Ármanns er Júlían J.K. Jóhannsson kraftlyftingamaður. Þetta er fimmta árið í röð sem hann hlýtur þessa nafnbót. Jafnframt hefur hann verið valinn íþróttamaður Reykjavíkur þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum og var annars í kjöri til íþróttamanns Íslands árið 2018. En hann hefur haslað sér völl sem einn af sterkustu keppendum heims í 120+ kg flokki. Júlían hefur átt frábært ár að baki sem byrjaði reyndar með meislum mig og missti þar af leiðandi af Rreykjavík International. Hann keppti þrisvar á árinu og byrjaði það á Evrópumótinu í Pilsen í Tékklandi. Þar endaði hann í 2.sæti með 385 kg í hnébeygju, 315 kg í bekkpressu og setti jafnframt Íslandsmet og 385kg í réttstöðulyftu, samtals 1085 kg. Í júlí tók hann þátt í Íslandsmeistaramóti í réttstöðulyftu þar sem hann lyfti 400 kg. Árið kórónaði hann með bronsi á Heimsmeistarakeppninni í Dubai í nóvember þar sem hann náði ótrúlega góðum árangri, 412.5 kg í hnébeygju (jafnar Íslandsmet), 330 kg (15 kg bæting á Íslandsmeti) og 405.5 kg í réttstöðulyftu sem var nýtt heimsmet í greininni og lyfti samtals 1148 kg! Hann varð einnig heimsmeistari í réttstöðulyftu.

Íþróttakona Ármanns er Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttakona. Erfitt er að finna betri fyrirmyndir fyrir komandi íþróttakynslóðir. Ásdís kastaði lengst 59,29 á árinu og er hún í 44 fjórða sæti á heimslistanum. Hún varð sænskur meistari í spjótkasti. Hún var fyrirliði Íslenskalandsliðsins sem vann sig upp í 2.deild í Skopje í Norður Makedóníu. Hún ákvað á að keppa í kúluvarpi á árinu og sló hún 27 ára gamalt Íslandsmet í kúluvarpi með kasti upp á 16,53 metra. Hún hefur átt frábært kast ár og er hún með næstbesta árgangur frá upphafi í svíþjóð í kastgreinum.Hún er búin að gefa það út að 2020 verði hennar síðasta ár og setur hún stefnuna á fjórðu Ólympíleikana sem í þetta sinn verða haldnir í Tókýó.

Efnilegasti íþróttamaður Ármanns er sundmaðurinn Runólfur Þorláksson. Hann er einn af efnilegri sundmönnum á Íslandi í dag í sínum aldurshóp. Hann hefur verið í mikilli framför síðastliðið ár og var í úrslitum á Íslandsmeistaramóti SSÍ. Hann hefur þegar blandað sér í hóp bestu sundmanna á árinu í sínum aldurshóp. Runólfur á framtíðina fyrir sér enda flottur og framúrskarandi sundmaður og stenst öll verkefni sem fyrir hann eru lögð. Hann hefur verið að keppa í úrslitum á öllum helstu mótum SSÍ. Undirbúningur og markmið hans er að komast á Norðurlandamótið á næsta ári og önnur verkefni á vegum SSÍ. Runólfur Þorláksson er ungur og á framtíðina fyrir sér sem sundmaður Ármanns.

deildir
Einnig voru valdir bestu og efnulegustu íþróttamenn ársins fyrir hverja deild:

Fimleikadeild:

·         Efnilegastur: Ingunn Ragnarsdóttir

Frjálsíþróttadeild:

·         Bestur: Ásdís Hjálmsdóttir

·         Efnilegastur: Óliver Máni Samúelsson

Júdódeild: 

·         Bestur: Sveinbjörn Jun Iura

Kraftlyftingadeild:

·         Bestur: Júlían J.K. Jóhannsson

·         Efnilegastur: Danila Krapivenko

Körfuknattleiksdeild:

·         Bestur: Arnþór Fjalarsson

·         Efnilegastur: Egill Júlís Jacobsen

Sunddeild:

·         Bestur: Svava Björg Lárusdóttir

·         Efnilegastur: Runólfur Þorláksson

Skíðadeild: 

·         Bestur: Sturla Snær Snorrason

·         Efnilegastur: Kristín Sara Magnúsdóttir

Taekwondódeild:

·         Bestur: Eyþór Atli Reynisson

·         Efnilegastur: Rán Hlésdóttir Chang

afreks
Afrekssjóður Ármanns var stofnaður 11. október 2008, þegar við Ármenningar héldum upp á 120 ára afmæli félagsins. Úthlutun úr sjóðnum hefur farið fram á afmæli félagsins á hverju ári síðan. Sjóðurinn er styrktur af félaginu og renna m.a. 10 % af lottótekjum félagsins í sjóðinn. Okkur er mikil ánægja að tilkynna að í ár var úthlutað 920.000 -kr. Sjóðnum bárust umsóknir frá 13 einstaklingum sem voru allar samþykktar. Hverju íþróttafélagi er nauðsynlegt að hafa góðar fyrirmyndir og þau eru öðru íþróttafólki mikil hvatning. Við erum öll stolt af afrekum þeirra og ekki síður þeim sjálfum.

Hér fyrir neðan má sjá nöfn þeirra sem fengu styrk úr afrekssjóði Ármanns:

·         Álfdís Freyja Hansdóttir, Taekwondodeild

·         Eyþór Atli Reynisson, Taekwondódeild

·         Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir, frjálsíþróttadeild

·         Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Skíðadeild

·         Ingunn Ragnarsdóttir, Fimleikadeild

·         Júlían J.K. Jóhannsson, kraftlyftingadeild

·         Kristján Viggó Sigfinnson, Fimleikadeild

·         Óliver Máni Samúelsson, frjálsíþróttadeild

·         Patrekur Andrés Axelsson, frjálsíþróttadeild

·         Sturla Snær Snorrason, Skíðadeild

·         Svanhildur Nielsen Hlynsdóttir, Fimleikadeild

·         Sveinbjörn Jun Jura, judódeild

·         Trausti Þór Þorsteins, Frjálsíþróttadeild


Merkjanefnd Ármanns var að störfum á afmælinu og voru tveir nældir gull merki félagsins. Það voru þau Guðrún Harðardóttir fyrsti kvenn formaður félagsins og Júlían J.K. Jóhannsson heimsmetshafi í kraftlyftingum.

gullmerki