Fréttir
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur helbrigðisráðherra sett á samkomubann aðfaranótt mánudags. Það ríkir því mikil óvissa hjá íþróttafélögum landsins. Við hjá Ármanni höfum ákveðið að mánudagurinn 16.mars 2020 verði starfsdagur hjá öllum deildum félagsins svo yfirþjálfarar og stjórnir deilda geti skipulagt starfið sem best og hvort æfingar haldi áfram næstu 4 vikurnar. 


Við munum senda út frekari upplýsingar seinnipartinn á mánudag eða á þriðjudagsmorgun.