Fréttir
Kæru Ármenningar

Allar æfingar hjá barna- og unglingaflokkum Glímufélagsins Ármanns falla niður til 23.mars nk. samkvæmt tilmælum ÍSÍ og embætti sóttvarnarlæknis.

Yfirlýsingu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands má sjá hér: http://armenningar.is/almenningsdeild/armann/frettir/288-yfirlysing-fra-ithrotta-og-olympiusambandi-islands

Þetta þýðir að:

·        Laugaból (Fimleikasalur og Bardagasalur)

·        Frjálsíþróttahöll

·        Laugardalshöll

·        Langholtsskóli

·        Laugarnesskóli

·        Íþróttakennara Háskólinn

·        Sundlaugar fyrir æfingar

loki frá með deginum í dag. Gefið hefur verið út að Langholtsskóli, Laugarnesskóli og Kennaraháskólinn verði lokað þar til samkomubanni verður aflétt eða til og með 13.apríl.

Það er óljóst með æfingar í Laugabóli , Frjálsíþróttahöllinni, Laugardalshöllinni og sundlaugum eftir 23.mars en við munum senda út upplýsingar um leið og þær berast.

Hægt er að hafa samband við íþróttafulltrúa félagsins ef einhverjar spurningar koma upp í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.