Fréttir

Sumarið 2020

Opnað verður fyrir skráningu 28.apríl í Fjölgreina- og Fimleikaskóla Ármanns.

Allar frekari upplýsingar má sjá hér fyrir neðan:


Fjölgreinaskólinn

Boðið er upp á tveggja vikna námskeið í útivistarparadís Reykjavíkur í Laugardalnum. Á námskeiðum Fjölgreinaskólans fá börnin að kynnast fjölmörgum íþróttagreinum í bland við leiki og vettvangsferðir. Mikil áhersla er lögð á hreyfingu og fara börnin fótgangandi sem víðast. Námskeiðið er fyrir börn fædd 20010-2014 og stendur allan daginn. Starfsfólk hefur breiðan bakgrunn úr ólíkum íþróttagreinum.

Skipulögð dagskrá er frá kl. 9-12, góður matur og frjáls leikur í hádeginu á milli og svo aftur skipulögð dagskrá á milli kl. 13-16. Gæsla er í boði á milli kl. 8-9 og kl. 16-17. Verð fyrir tveggja vikna námskeið er 27.000 krónur og innifalinn er heitur hádegismatur. Veittur er 10% systkinaafsláttur.

Námskeið í boði:

·      Námskeið 1, 8. júní - 19. júní (9 daga námskeið)

·      Námskeið 2, 22. júní - 3. Júlí (10 daga námskeið)

·      Námskeið 3, 6. júlí - 17. Júlí (10 daga námskeið)

·      Húsið lokað 22. júlí- 5. ágúst.

·      Námskeið 4, 4. ágúst - 7. ágúst (4 daga námskeið)Verð:

·       Námskeiðisgjald allur dagurinn (m.hádegismat) 27.000 kr.

·       Námskeið 1. ódýrara og kostar 24.700 krónur og námskeið 4. kostar 10.800 krónur.Skráning:

·       Skráning í Fjölgreinaskólann fer fram á armenningar.felog.is

 

Fimleikaskólinn

Boðið er upp á faglegt eins vikna námskeið þar sem að fléttað er saman fimleikum, leikjum, útiveru og öðrum íþróttum. Frábærar aðstæður eru til að stunda fimleika og aðrar íþróttir í kringum fimleikahús Ármanns í Laugardalnum. Námskeið Fimleikaskólans er þannig byggt upp að alla jafna eru fimleikar á morgnana og svo útivera og aðrar íþróttir eftir hádegi. Farið verður í ýmsar vettvangsferðir í nágrenninu. Námskeiðið er í boði fyrir börn fædd 20010-2014 og er val um að vera fyrir hádegi eða heilan dag. Starfsfólk á námskeiðinu eru fimleikaþjálfarar sem vanir eru að starfa með börnum á öllum aldri, auk aðstoðarfólks.

Skipulögð dagskrá er frá kl. 9-12, hádegismatur og frjáls leikur milli 12:00-13:00. Eftir matinn er skipulögð dagskrá á milli kl. 13-16. Gæsla er í boði á milli kl. 8-9. Verð fyrir vikunámskeið er 15.500 krónur, allur dagurinn og hádegismatur innifalinn, en 7.500 krónur fyrir námskeið bara fyrir hádegi án hádegismatar. Veittur er 10% systkinaafsláttur.

Námskeið í boði:

·      Námskeið 1, 8. Júní - 12. júní

·      Námskeið 2, 15. Júní - 19. Júní (4.dagar)

·      Námskeið 3, 22. júní - 26. júní

·      Námskeið 4, 29. Júní - 3. júlí

·      Námskeið 5, 6. júlí - 10. júlí

·      Námskeið 6, 13. júlí - 17. júlí

·      Húsið er lokað 22.júlí – 5.ágúst

·      Námskeið 7, 4. ágúst - 7. Ágúst (4.dagar)

·      Námskeið 8, 10. ágúst - 14. ágústVerð:

·       Námskeiðisgjald allan daginn (m.hádegismat)15.500 kr

·       Námskeiðsgjald fyrir hádegi er 7.500 kr (ekki hádegismatur)

·       Námskeið 2 og 7 eru ódýrari, þau eru 4 dagar, allur dagurinn 12.500 kr og fyrir hádegi 6.000 kr

Skráning:

·       Skráning í Fjölgreinaskólann fer fram á armenningar.felog.is