Fréttir

bkin

Körfuknattleiksdeild Ármanns hefur gefið út bókina “Frá stofnun til stórra titla” sem er tímamótarit fyrir alla körfuboltaáhugamenn landsins. Bókin inniheldur sögu körfuknattleiksdeildar Ármanns allt frá fyrstu skrefum körfuboltans á Íslandi árið 1952 allt til fyrsta og eina Íslandsmeistaratitils félagsins árið 1976. Segja má að saga Ármanns á þessum samtvinnist sögau körfuboltans frá stofnun enda Ármann sigursælt lið á þessum tíma. Í bókinni má finna lýsingar leikja, frásagnir liðsfélaga, myndir og endurminningar frá þessum árum.ritstjrn

Óhætt er að segja að ritstjórn bókarinnar sé þungavigtar, var hún í höndum þeirra Sigurðar Ingólfssonar sem varð Íslandsmeistari 1976, landsliðsmaður. og síðar formaður KKÍ, Snorri Þorvaldsson sem tók þátt í uppvaxtar árum liðsins auk þess að gegna stöðu formanns Ármanns í heil 16 ár. Einnig var það Sigurjón Svavar Yngvason sem ritar textann auk þess að sitja í ritstjórn. Hann lék í fjölmörg ár með liði Ármanns, auk þess að gegna stöðu liðstjóra og þjálfara.

sigurli

Í bókinni má finna merkilegar frásagnir og myndir af leikjum og uppgöngu körfuboltans. Til að mynda er farið yfir slagsmál Curtis Carter og Jimmy Rogers frá árinu 1975, aðstöðuna, eftirminnilega liðsfélaga og góða sigra. Í lok bókar er farið yfir sögu körfuknattleiksdeildarinnar á síðustu árum á hundavaði. Mikill uppgangur er í körfuknattleiksdeild Ármanns þessa dagana, iðkenndur orðnir fjölmargir og meistaraflokkarnir blómstrandi. Það er því frábært að geta gefið út þessa bók sem geymir merka sögu félagsins í þessum uppvaxtartímum til að efla enn félagsmenn að byggja áfram á þeim grunni sem segir frá í bókinni.

Bókin er nú þegar komin út og er seld í Ármannsheimilinu á Engjavegi 7 en einnig má hafa samband við Jón Þór framkvæmdarstjóra Ármanns (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.), Eið Ottó (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) íþróttafulltrúa Ármanns eða Karl H. Guðlaugsson formann kkd. Ármanns (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Algjör skyldueign og frábær jólagjafahugmynd fyrir alla Ármenninga sem og körfuboltaáhugafólk á öllu landinu.

Mynd þegar fyrstu eintökin voru afhent:
Frá vinstri, Karl H. Guðlaugsson formaður KKD Ármanns, Sigurjón Svavar Yngason höfundur bókarinnar, Sigurður Ingólfsson sem var í ritstjórn bókarinnar og Snorri Þorvaldsson sem sat í ritstjórn bókarinnar.
prfa