Fréttir

Þriðjudaginn 15.12.2020 átti Glímufélagið Ármann 132 ára afmæli, en félagið var stofnað 15.desember árið 1888. Valið í ár var erfitt á þessu fordæmalausa COVID-19 ári. Íþróttafólkið okkar gat ekki æft né keppt meirihlutan af árinu og hefur þetta ár svo sannarlega reynt á afreksfólk landsins. Við í Ármanni erum svo sannarlega heppin, þar sem mikið af frábæru íþróttafólki er innan okkar raða. Valin voru íþróttakarl, íþróttakona og efnilegasti Ármenningurinn ásamt íþróttafólki hverrar deilda. Ár hvert er úthlutað úr afrekssjóði Ármanns en hann var stofnaður 2008 og er þetta því 12 árið í ár, en úthlutað var 980.000 krónur í ár.

Mynd fengin af MBL.is (https://www.mbl.is/sport/frettir/2020/12/18/asdis_i_viku_a_spitala_med_koronuveiruna/)
sds ERIMA


Íþróttakona Ármanns er frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir Annerud. Erfitt er að finna betri fyrirmyndir fyrir komandi íþróttakynslóðir en hana Ásdísi okkar. Hún hefur farið í gegnum allt sem afreksíþróttamaður getur lent í en alltaf endaði hún á fótunum. Árið 2019 gaf hún út að spjótið færi upp á hina marg frægu hillu eftir Ólympíleikana í Tokyo 2020. En eins og flestir vita verða þeir haldnir árið 2021 ef ástandið í heiminum leyfir. Hún var búin að undirbúa sig gríðarlega vel og hafði aldrei verið á betri stað líkamlega og andlega fyrir leikana. Í ár hefur hún sjaldan kastað betur og kastaði hún 62,66 metra í spjótkasti sem er þrettándi besti árangur í heiminum í ár og níundi í Evrópu. Hún var búin að ná lágmarki inn á EM í París en því var frestað. Var hún meðal annars sænskur meistari í ár en eins og hún sagði sjálf frá var þetta eitt af bestu tímabilunum af þeim 23 árum sem hún stundaði frjálsar. Hún stóð við stóru orðin á að hætta þann 26.ágúst 2020. Þó hún sé hætt að stunda frjálsar er hún á fullum krafti í að hjálpa framtíðar íþróttafólki Íslands með sínum frábæru fyrirlestru og afreksskóla sem hún stofnaði á seinni hluta ársins.

Glímufélagið Ármann vill þakka Ásdísi fyrir öll þau 23 ár sem hún keppt fyrir hönd félagsins og lyft frjálsíþróttastarfi félagsins upp á hærra plan. Ásdís er afrekskona fram í fingurgóma. Hún hefur hæfileika og færni, gríðarlegan metnað og dugnað. Það hefur skilað henni á þrenna ólympiuleika, 2008, 2012 og 2018 þar sem hún var stoltur fulltrúi Ármanns og Íslands.

Íþróttakarl Ármann er skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason. Hann hefur átt frábært ár þó keppnistímabilið hafi verið stutt og mótum frestað. Hann býr í Austurríki þar æfir við bestu mögulegu aðstæður en hefur verið bæta sig jafnt og þétt undanfarin ár. Árið 2018 tók hann þátt á vetrar Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Í ár bætti hann stöðu sína á heimslistanum um 92 sæti í svigi sem er frábær árangur og var þetta besta tímabils hans til þessa. Hann lenti meðal annars í 15 sæti í Bears Town, Suður-Koreu í Asíubikarröðinni, 16 sæti á landsmóti í Swiss og vann sér 36.88 FIS stig og tímabilið endaði með 10 sæti á móti í Swiss og vann sér inn 44.24 FIS stig. Næstu skref hjá honum eru að keppa í álfurbikarkeppnum í ár og komast inn á vetrar Ólympíuleikana í Beijing árið 2022. Það eru allir vegir færir fyrir Sturla og verður virkilega spennandi að fylgjast með honum á því flugi sem hann er á.


Sturla


Efnilegasti íþróttamaður Ármanns er frjálsíþróttakappinn Thomas Ari Arnarsson. Þetta ár hefur óhefbundið æfingalega og keppnislega en þrátt fyrir það hefur hann átt frábært ár og má með sanni segja að hann sé einn efnilegasti frjálsíþróttamaður landsins. Árið 2019 setti hann Íslandsmet í langstökki innanhús í sínum flokki en þá stökk hann 5.32m og sló 30 ára gamalt Íslandsmet sem staðið hafði frá árinu 1989. Thomas Ari vann til gullverðlauna í öllum greinum á innanhústímabilinu, að einni grein undanskilinni en þá fékk hann silfurverðlaun. Í sumar vann til 7 verðlauna á Meistaramóti Íslands utanhús á Sauðarkróki. Hann varð fjórfaldur Íslandsmeistar í 60m, spjótkasti, langstökki og hástökki og þriggja silfurverðlauna í grindahlaupi, 600m og boðhlaupi en á þessu móti vann hann til verðlauna á 7 af 8 greinum sem hann tók þátt í. Árið hefur því verið frábært hjá honum þótt aðstæður í þjóðfélaginu hefur ekki verið upp á það besta. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með honum á komandi árum en framtíðin er björt.

Thomas


Einnig voru valdir bestu og efnilegustu íþróttamenn ársins hjá deildum félagsins. Hér fyrir neðan má sjá þau:

Fimleikadeild:

·       Jón Sigurður Gunnarsson

·       Svanhildur Nielsen

Frjálsíþróttadeild:

·       Ásdís Hjálmsdóttir

·       Thomas Ari Arnarsson

Júdódeild:

·       Sveinbjörn Jun IURA

Kraftlyftingadeild:

·       Júlían J.K. Jóhannsson

·       Þorbjörg Matthíasdóttir

Körfuknattleiksdeild:

·       Jóníana Þórdís Karlsdóttir

·       Adam Huynh

Sunddeild:

·       Svava Björg Lárusdóttir

·       Ylfa Ásgerður Eyjólfsdóttir

Skíðadeild:

·       Sturla Snær Lárusdóttir

·       Kristmundur Ómar Ingvason

Taekwondodeild:

·       Eyþór Atli Reynisson

·       Snorri Ezekíel Jóhannesson

Afrekssjóður Ármanns var stofnaður 11. október 2008, þegar við Ármenningar héldum upp á 120 ára afmæli félagsins. Úthlutun úr sjóðnum hefur farið fram á afmæli félagsins á hverju ári síðan. Sjóðurinn er styrktur af félaginu og renna m.a. 10 % af lottótekjum félagsins í sjóðinn. Okkur er mikil ánægja að tilkynna að í ár var úthlutað 980.000 -kr. Sjóðnum bárust umsóknir frá 9 einstaklingum sem voru allar samþykktar. Hverju íþróttafélagi er nauðsynlegt að hafa góðar fyrirmyndir og þau eru öðru íþróttafólki mikil hvatning. Við erum öll stolt af afrekum þeirra og ekki síður þeim sjálfum.

Hér fyrir neðan má sjá nöfn þeirra sem fengu styrk úr Afrekssjóði Ármanns:

·       Arna Ösp Gunnarsdóttir, Kraftlyftingadeild.

·       Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Skíðadeild.

·       Júlían J.K. Jóhannsson, Kraftlyftingadeild.

·       Kristján Viggó Sigfinnson, Frjálsíþróttadeild.

·       Óliver Máni Samúelsson, Frjálsíþróttadeild.

·       Sturla Snær Snorrason, Skíðadeild.

·       Sveinbjörn Iun IURA, Júdódeild.

·       Trausti Þór Þorsteins, Frjálsíþróttadeild.

·       Viktor Logi Pétursson, Frjálsíþróttadeild.

Aðalstjórn félagsins vill óska öllum innilega til hamingju með viðurkenningarnar og óskar þeim góðs gengið í framtíðinni.