Fréttir

Í dag miðvikudag 15.12.2021 á Glímufélagið Ármann 133 ára afmæli, en félagið var stofnað 15.desember árið 1888. Undanfarin 2 ár hafa verið erfvið fyrir íþróttafólk landsins þar sem æfingar og keppnir hafa færst til með stuttum fyrirvara og hefur undirbúiningur því ekki alltaf verið sá besti. Þrátt fyrir það hefur íþróttafólkið okkar staðið frábærlega á þessu ári. Aðalstjórn Ármanns velur ár hvert íþróttakarl og íþróttakonu Ármanns og þann efnilegasta. Ákveðið var að fresta afmælisboði félagsins og þar með afhendingu verðlauna og merkja. Stefnt er að boða til afmælis fljótlega á nýju ári.Jlan-BR.jpg

 

Afrekssjóður Ármanns hefur verið starfræktur í 13 ár eða síðan árið 2008, en úthlutað var 1.300.000 krónur í ár. Félagið er gríðarlegar stolt af þessum sjóðum og vonumst við til að íþróttafólkið líti á styrkinn sem hvatningu til áframhaldandi afreka.

Íþróttakarl Ármanns er Júlían J.K. Jóhannsson kraftlyftingamaður. Hann hefur verið konungur íslenskra kraftlyftinga í áratug. Árið 2021 var erfitt keppnisár að mörgu leyti, vegna Covid faraldurs, en þó náði Júlían að keppa tvisvar á árinu og náði stórkostlegum árangri. Í janúar keppti hann í klassískum kraftlyftingum á RIG og tók 320kg í hnébeygju, 192.5kg í bekkpressu og 355kg í réttstöðulyftu, samanlagt  867.5kg. Aðeins frá hans besta en þó nóg til að taka gullið. Í  ágúst tók hann svo þátt í Evrópumeistaramótinu í búnaði í Tékklandi og tók 400kg í hnébeygju, 315kg í bekkpressu og 390kg í réttstöðulyftu, 1105kg samanlagt. Júlían náði 3. sæti og er það einn besti árangur sem Íslendingur hefur náð á alþjóðamóti. Í nóvember tók hann svo þátt í Heimsmeistaramótinu í búnaði í Noregi. Það gekk ekki vel, en þó náði hann að sigra og verða heimsmeistari í réttstöðulyftu, 5. árið í röð, með 380kg. Á næsta ári setur Júlían stefnuna á heimsleikana í kraftlyftingum sem er haldið á fjögra ára fresti og heimsmeistaramótið.

Íþróttakona Ármanns er Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir skíðakona. Hún A-landsliðskona í alpagreinum og hefur æft skíði síðan hún var 4 ára gömul. Keppnistímabilið 2021 var hennar besta á ferlinu hingað til. Hún keppti víðsvegar um Evrópu og náði 20x í topp 10 og 10x á verðlaunapall, þar af 4 sigra á alþjóðlegum FIS mótum. Hún sigraði finnska ugnmenna meistaramótið í stórsvipi, belgíska meistaramótið í stórsvigi og danska meistaramótið í svigi. Ásamt þessum stórkostlega árangri er hún eini Íslendingurinn sem er á topp 500 á heimslista í þremur greinum. Næsta markmið hennar ef að fara á Ólympíuleikana í Peking  í febrúar 2022 og góðar líkur á að það verði að veruleika.

Hlmfrur BR 

Efnilegasti íþróttamaður Ármanns er frjálsíþróttakonan Hekla Magnúsdóttir. Hún er afar fjölhæfur íþróttamaður. Á árinu 2021 varð hún Íslandsmeistari í flokki 15 ára stúlkna í sjö greinum auk þess sem hún vann tvenn brons og tvenn silfurverðlaun. Á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum vann Hekla silfurverðlaun í flokki 15 ára stúlkna. Hekla tryggði sér með árangri sínum á árinu sæti í Úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands í þremur greinum. Hekla var öflug í bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri innan og utanhúss. Stúlkurnar með Heklu í fararbroddi sigruðu stigakeppnina á báðum mótunum auk þess sem Ármann sigraði heildarstigakeppnina innanhúss. Sterkustu greinar Heklu eru hástökk, kúluvarp og grindahlaup. Hekla er afar góður liðsfélagi og stundar æfingar af mikilli samviskusemi.  

 Hekla

Einnig var valið íþróttfólk og efnilegasta íþróttafólk hverra deilda. Hér fyrir neðan má sjá þau: 

Fimleikadeild:

 • Jón Sigurður Gunnarsson
 • Magnús Indriði Benediktsson

Frjálsíþróttadeild:

 • Kristján Viggó Sigfinnsson
 • Hekla Magnúsdóttir

Júdódeild:

 • Sveinbjörn Jun Iura
 • Eyja Viborg

Kraftlyftingadeild:

 • Júlían J.K. Jóhannsson
 • Hlynur Sigurðsson

Körfuknattleiksdeild:

 • Gunnar Ingi Harðarsson
 • Sævar Loc Ba Huynh

Sunddeild:

 • Katla Mist Bragadóttir
 • Ylfa Lind Kristmannsdóttir

Skíðadeild:

 • Sturla Snær Snorrason
 • Þorkell Breki Gunnarsson

Taekwondodeild:

 • Eyþór Atli Reynisson
 • Pétur Valur Thors

 

Afrekssjóður Ármanns var stofnaður 11. október 2008, þegar við Ármenningar héldum upp á 120 ára afmæli félagsins. Úthlutun úr sjóðnum hefur farið fram á afmæli félagsins á hverju ári síðan. Sjóðurinn er styrktur af félaginu og renna m.a. 10 % af lottótekjum félagsins í sjóðinn. Okkur er mikil ánægja að tilkynna að í ár var úthlutað 1.300.000 -kr. Sjóðnum bárust umsóknir frá 15 einstaklingum sem voru allar samþykktar. Hverju íþróttafélagi er nauðsynlegt að hafa góðar fyrirmyndir og þau eru öðru íþróttafólki mikil hvatning. Við erum öll stolt af afrekum þeirra og ekki síður þeim sjálfum.

 • Alex Canbray Orrason
 • Arna Ösp Gunnarsdóttir
 • Eyþór Atli Reynisson
 • Harpa María Friðgeirsdóttir
 • Hjördís Birna Ingvadóttir
 • Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
 • Jón Sigurður Gunnarsson
 • Júlían J.K. Jóhannsson
 • Kristján Viggó Sigfinnsson
 • Magnús Indriði Benediktsson
 • Óliver Máni Samúelsson
 • Sturla Snær Snorrason
 • Svanhildur Nielsen Hlynsdóttir
 • Sveinbjörn Jun Iura
 • Trausti Þór Þorsteins