Fréttir

Glímufélagið Ármann boðar til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 23.mars kl 20:00 í hátíðarsal Laugabóls. 

Dagskrá fundarins er eftir lögum félagsins.

Góðan dag,

Í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar vegna Covid -19, er foreldrum barna frá efnaminni heimilum veittur viðbótar frístundastyrkur að upphæð 45.000 krónur fyrir hvert barn. Styrkurinn er hugsaður til að hvetja börn og ungmenni til þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi og draga úr brottfalli. Upplýsingar um styrkinn er að finna í bréfi í viðhengi og er bréfið á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. Auk þessa hafa verið útbúin stutt myndbönd með upplýsingum fyrir foreldra á 11 tungumálum og er þau að finna í tenglinum hér fyrir neðan.     

Information in various language: Íslenska, English, Polski, Vietnamese, Romanian, Thai, Kurdish, Spanish, Arabic, Lithuanian, Farsi Efni:
https://www.dropbox.com/sh/ca1jtdgf863jq44/AACAmTWK8TYaWr51YiuxbieDa?dl=0

Þriðjudaginn 15.12.2020 átti Glímufélagið Ármann 132 ára afmæli, en félagið var stofnað 15.desember árið 1888. Valið í ár var erfitt á þessu fordæmalausa COVID-19 ári. Íþróttafólkið okkar gat ekki æft né keppt meirihlutan af árinu og hefur þetta ár svo sannarlega reynt á afreksfólk landsins. Við í Ármanni erum svo sannarlega heppin, þar sem mikið af frábæru íþróttafólki er innan okkar raða. Valin voru íþróttakarl, íþróttakona og efnilegasti Ármenningurinn ásamt íþróttafólki hverrar deilda. Ár hvert er úthlutað úr afrekssjóði Ármanns en hann var stofnaður 2008 og er þetta því 12 árið í ár, en úthlutað var 980.000 krónur í ár.

Mynd fengin af MBL.is (https://www.mbl.is/sport/frettir/2020/12/18/asdis_i_viku_a_spitala_med_koronuveiruna/)
sds ERIMA

Íþróttarúta Ármanns og Þróttar mun ekki ganga dagana 22.-23.febrúar í vetrarfríi grunnskóla Reykjavíkur.

Rtumynd

jl2020
Því miður höfum ákveðið að fresta afmæli Ármanns um óákveðin tíma sem halda átti 15.desember.
Við getum vonandi komið saman snemma á nýju ári.
 
Kveðja,
Aðalstjórn Ármanns