Fréttir

Ákveðið hefur verið að fella niður allar æfingar í dag föstudag hjá Glímufélaginu Ármanni.

Slökkvulið höfuðborgasvæðisins hefur sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu sem segir:

Tilkynning til foreldra og forráðamanna.

Foreldrar / forráðamenn eru beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Eru þeir hvattir til að fara ekki af stað sökum veðurs séu þeir ekki á vel útbúin, frekar þá að bíða af sér veðrið. 
Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. 
Hér er átt við börn yngri en 12 ára.

Sæl

Því miður fellur tíminn niður í dag mánudag vegna veikinda. 

Kv. Ragna Þyrí

Glímufélagið Ármann ætlar að blása til fræðslu fyrir forráðamenn og iðkendur Ármanns. Þar verður fjallað um næringu, svefn og hvíld. Ármann ætlar að bjóða upp á þessa frábæru fræðslu endurgjaldslaust.

Það verða haldnir tveir fræðslufundir á næstu vikum. 

1)
Við byrjum í næstu viku fimmtudaginn 19.janúar þar sem fjallað verður um næringu íþróttafólks, þar sem farið er í næringarþarfir íþróttamannsins, og hvað hann/hún getur beitt næringunni til að ná markmiðum sínum.
Við ætlum að skipta hópunum upp þar sem milli 17:00-18:00 er fyrir 12-16 ára þar sem við hvetjum forráðamenn að mæta með börnunum. Milli klukkan 18:00-19:00 er fyrir 16 ára og eldri og eru forráðamenn velkomnir með. 

ATH það er takmarkaður fjöldi sæta í boði og kostar ekkert.

Staðsetning: Bíósalurinn í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardag (Nýja höllin). Gengið er inn bakvið gömlu Laugardalshöllina.

Skráning: Senda þarf tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með nöfnum þátttakenda.


2)

Fræðsla númer tvö verður miðvikudaginn 25.janúar milli klukkan 17:00-18:00 og eru allir velkomnir. Fjallað verður m.a. um af hverju við þurfum að sofa, eðlilegan svefn og dægursveiflu, flugþreytu (jet lag), hæfilega svefnlengd, svefnvenjur og daglúra. Einnig verða kynntar rannsóknir sem sýna áhrif svefns á árangur í íþróttum. 
Fyrirlesarar eru tveir:
Dr. Erna Sif Arnardóttir, forstöðumaður svefnmælinga við Landspítala og nýdoktor í svefnrannsóknum við Háskóla Íslands 
Sigríður Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og svefnmælifræðingur við Landspítala.


ATH það er takmarkaður fjöldi sæta í boði og kostar ekkert.

Staðsetning: Bíósalurinn í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardag (Nýja höllin). Gengið er inn 

bakvið gömlu Laugardalshöllina.

Skráning: Senda þarf tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með nöfnum þátttakenda.

Æfingatöflur allra deilda:

AÐALFUNDUR SUNDDEILDAR ÁRMANNS verður haldinn
Þriðjudaginn 31. janúar  2017 . kl. 20- 21:15
í Sundmiðstöðinni Laugardal, 2. hæð

Dagskrá fundarins:


1.     Stuttar skýrslur 

Formanns

Gjaldkera

Yfirþjálfara

Formanns foreldrafélags

 

2. Stjórnarkjör

Formaður

Varformaður

Gjaldkeri

Ritari

Meðstjórnendur

Vararmenn

 
2.     Önnur mál

Spánarferð elstu hópana

Peysur, bolir og leggings verða til sölu 

15 mín fyrir fund og 15 mín eftir fund. 

 Allir foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að mæta og ræða hag

barna sinna og leggja sitt af mörkum til eflingar sunddeildarinnar.

Hlökkum til að sjá sem flesta foreldra og eigum notalega kvöldstund  saman.

 Með Ármannskveðju

 Fyrir hönd stjórnar

Bergþóra Guðmundsdóttir 

Við í Ármanni getum heldur betur verið stolt af okkar fólki í ár. Við áttum 4 af 10 tilnefningum í íþróttamann og íþróttkonu Reykjavíkur og bikarlið karla og kvenna í fimleikum voru tilnefnd sem íþróttalið Reykjavíkur. Það var okkar maður úr kraftlyftingadeildinni hann Júlían J. K. Jóhannsson sem var valinn annað árið í röð íþróttamaður Reykjavíkur. Enn og aftur sínum við hversu magnað Glímufélagið Ármann er og viljum við óska öllum ármenningum til hamingju með þennan frábæra árangur á árinu.

http://www.mbl.is/sport/frettir/2016/12/14/lafia_og_julian_ithrottafolk_reykjavikur/

Hér má sjá Júlían taka við sinni viðkenningu.Julian Iþrottakarl

Hér má sjá hluta af bikarliðum Ármanns taka við sínum viðurkenningum.Fimleikalið