Fréttir
Frettatilkynning ISI UMFI 20032020 1
Kæru Ármenningar

Allar æfingar hjá barna- og unglingaflokkum Glímufélagsins Ármanns falla niður til 23.mars nk. samkvæmt tilmælum ÍSÍ og embætti sóttvarnarlæknis.

Yfirlýsingu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands má sjá hér: http://armenningar.is/almenningsdeild/armann/frettir/288-yfirlysing-fra-ithrotta-og-olympiusambandi-islands

Þetta þýðir að:

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur helbrigðisráðherra sett á samkomubann aðfaranótt mánudags. Það ríkir því mikil óvissa hjá íþróttafélögum landsins. Við hjá Ármanni höfum ákveðið að mánudagurinn 16.mars 2020 verði starfsdagur hjá öllum deildum félagsins svo yfirþjálfarar og stjórnir deilda geti skipulagt starfið sem best og hvort æfingar haldi áfram næstu 4 vikurnar. 


Við munum senda út frekari upplýsingar seinnipartinn á mánudag eða á þriðjudagsmorgun.
Rétt í þessu birtist á vef Stjórnarráðsins tilkynning frá Heilbrigðisráðuneyti og Mennta og menningarmálaráðuneyti þess efnis að hlé verði gert á öllu Íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu, þar til takmörkun skólastarfs lýkur.

Í ljósi blaðamannafundar sem er nýlokið er félagið að skoða hvernig við útfærum það sem fram kom á fundinum m.t.t. æfinga og viðburða á vegum félagsins. Upplýsingar verða sendar út þegar við fáum frekari upplýsingar og nánari fyrirmæli frá íþróttahreyfingunni og Reykjavíkurborg. 

Við biðjum foreldra/forráðamenn að sýna þolinmæði og skilning á stöðunni sem upp er komin. Allar æfingar halda sér fram að samkomubanninu sem tekur gildi aðfaranótt mánudagsins.