Í ljósi blaðamannafundar sem er nýlokið er félagið að skoða hvernig við útfærum það sem fram kom á fundinum m.t.t. æfinga og viðburða á vegum félagsins. Upplýsingar verða sendar út þegar við fáum frekari upplýsingar og nánari fyrirmæli frá íþróttahreyfingunni og Reykjavíkurborg.
Við biðjum foreldra/forráðamenn að sýna þolinmæði og skilning á stöðunni sem upp er komin. Allar æfingar halda sér fram að samkomubanninu sem tekur gildi aðfaranótt mánudagsins.