Fréttir

Sunnudaginn 11.12.16 var haldið upp á 128 ára afmæli Ármanns, en félagið var stofnað þann 15. desember 1888. Venju samkvæmt var valinn efnilegasti og íþróttamaður Ármanns fyrir árið 2016 og afhentir styrkir úr Afrekssjóði Ármanns. Við í Ármanni getum verið virkilega stolt af okkar fólki og hefur sjaldan verið jafn erfitt að velja út þessum myndarlega hóp. 

Íþróttmaður Ármanns árið 2016 er Júlían J.K. Jóhannsson kraftlyftingamaður. Drengurinn á stórkostlegt ár að baki sem hófst með því að sigra Reykjavík International games (RIG), í klassískum lyftingum þar sem allar lyftur hans voru Íslandsmet í opnum flokki 120 kg.

Í apríl varð hann Evrópumeistari unglinga í Malaga og setti ný Íslandsmet í opnum flokki og unglingaflokki og samnlögðu.

Í maí varð hann Íslandsmeistari í opnum flokki í 120+kg og aldrei þessu vant setti hann ekki ný Íslandsmet enda skammt um liðið frá Evrópumótinu.

Í ágúst varði Júlían heimsmeistaratitil sinn í unglingaflokki með miklum yfirburðum eða 145 kg frá næsta manni. Hann lyfti 400 kg í hnébeygju, 310 kg í bekkpressu og 370 kg í réttstöðulyftu með 1080 kg í samanlögðu sem er met í opnum flokki.

Lokahnykkurinn á árinu hjá Júlíanni var svo frumraun hans í fullorðinsflokki á heimsmeistaramótinu í opnum flokki í Flórída í Bandaríkjunum. Hann hafnaði í 5 sæti í samanlögðu með 1080kg. En hann varð heimsmeistari í í réttstöðulyftu með nýju Íslandsmeti upp á 380 kg sem er Evópumet unglinga. Hann átti jafnframt mjög góða tilraun við nýtt heimsmet unglinga sem er 390kg. Það fór upp en það vantaði smá upp á jafnvægið en við meigum búast við því að þetta fari upp von bráðar.

Júlían kemst loksins í fullorðinna manna tölu um áramótinn þegar hann keppir eingöngu í fullorðinsflokki. En hann hefur átt frábært ár og viljum við óska honum innilega til hamingju með nafnbótina Íþróttamaður Ármanns annað árið í röð.

Efnilegasti íþróttamaður Ármanns er fimleikamaðurinn Jónas Ingi Þórisson. Hann er einungis 14 ára og er meðal efnilegustu fimleikamanna landsins. Hann hóf æfingar í kringum 5 ára aldurinn og hefur æft af miklum krafti síðan. Jónas tók þátt í þrem landsliðsverkefnum ár árinu. Á norðurlandamótinu komst hann í úrslit á stökki og á Berlínar cup lenti hann í 2.sæti á stökki. Einnig tók hann þátt á Evrópumóti unglinga í Bern og stóð sig með mikilli prýði.

Hann varð Íslandsmeistari unglinga  á fyrsta ári í unglinaflokki en þar er hann á yngsta árinu. Hann sigraði GK meistaramót unglinga og varð bikarmeistari með Ármanni.

Þessi drengur er mikil fyrirmynd fyrir unga iðkendur Ármanns. Hann er mikill félagsmaður og hefur hann verið að aðstoða við mót Ármanns undanfarið ár. Það er ljóst að hérna er mikill sóma piltur á ferð og er félagið mjög stolt af þessum unga dreng og framtíð hans er björt innan fimleikana. 

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Júlían og Jónas taka við viðurkenningunum út höndum Snorra formanns Ármanns.Julian Jonas og Snorri

 

Einnig voru valdnir bestu og efnilegustu íþróttamenn ársins fyrir hverja deild:

Fimleikadeild:

Bestur: Irina Sazonova

Efnilegastur: Jónas Ingi Þórisson

Frjálsíþróttadeild:

Bestur: Ásdís Hjálmsdóttir

Efnilegasti: Trausti Þór Þorsteins

Júdódeild:

Bestur: Sveinbjörn Jun Iura

Kraftlyftingadeild:

Bestur: Júlían J. K. Jóhannsson

Efnilegastur: Björn Margeirsson

Lyftingadeild:

Bestur: Þuríður Erla Helgadóttir

Efnilegastur: Jökull Máni Þrastarsson

Skíðadeild:

Bestur: Freydís Halla Einarsdóttir

Efnilegastur: Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir

Sunddeild:

Bestur: Ragna Sigríður Ragnarsdóttir

Efnilegastur: Jón Klausen

Taekwondodeild:

Bestur: Samar E Zahida Uz-Zaman

Efnilegastur: Hákon Jan Norðfjörð.

Hér má sjá þá sem fengu viðurkenningu fyrir að vera valin best og efnilegustu íþróttamenn Ármanns í hverri deild.Best og efnilegust

Afrekssjóður Ármanns var stofnaður 11.október 2008, þegar við Ármenningar héldum upp á 120 ára afmæli félagsins. Úthlutun úr sjóðnum hefur farið fram á afmæli félagsins ár hvert. Sjóðurinn er styrktur af félaginu og renna m.a. 10% af lottótekjum félagsins í sjóðinn. Í ár var úthlutað 1.110.000 -kr. Sjóðnum bárust umsónir frá 16 einstaklingum sem allar voru samþykktar. Hverju íþróttafélagi er nauðsynlegt að hafa góðar fyrirmyndir og eru öðru íþróttafólki mikil hvatning. Við erum virkilega stolt af afrekum þeirra og ekki síðum þeim sjálfum. 

Hér fyrir neðan má sjá nöfn þeirra sem fengu styrk úr afrekssjóði Ármanns:

Ásdís Hjálmsdóttir, Frjálsíþróttadeild

Dominiqua Alma Belányi, Fimleikadeild

Eyþór Atli Reynisson, Taekwondodeild

Harpa María Friðgeirsdóttir, Skíðadeild

Helgi Sveinsson, Frjálsíþróttadeild

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Skíðadeild

Irina Sazonova, Fimleikadeild

Jón Sigurður Gunnarsson, Fimleikadeild

Júlían J. K. Jóhannsson, Kraftlyftingadeild

Magnea Björg Friðjónsdóttir, Fimleikadeild

Samar E Zahida Uz-Zaman, Taekwondodeild

Sindri Steinn Davíðsson Diego, Fimleikadeild

Sturla Snær Snorrason, Skíðadeild

Sveinbjörn Jun Irua, Júdódeild

Trausti Þór Þorsteins, Frjálsíþróttadeild

Hér má sjá þá sem fengu styrk úr afrekssjóði Ármanns:Afrekssjoðsmynd

Irina Sazonova fékk afhent gullmerki Ármanns fyrir það frábæra afrek að komast á Ólympíuleikana í Ríó. Irina er fædd í borginni Vologda í Rússlandi árið 1991. Fjögurra ára gömul fór hún að æfa fimleika fyrst í Vologda og síðar í Sankti-Pétursborg en þangað fluttist hún árið 2005 eftir andlát móður sinnar og var þar í heimavistarskóla fyrir ungt íþróttafólk. Hún var í liði Sankti- Pétursborgar í fimleikum og einnig í landsliði Rússlands. Árið 2011 var hún meðlimur í landsliði Rússlands á Ólympíuleikum ungmenna í Kína þar sem landsliðið fékk brons medalíu. Árið 2013 fluttist Irina til Íslands og heldur áfram að æfa fimleika hérlendis og vinnur sem þjálfari hjá Ármanni. 13. ágúst 2015 var henni veittur íslenskur ríkisborgaréttur og stuttu síðar valin í landslið Íslands í fimleikum til að keppa fyrir hönd landsins. Irina er fyrst íslenskra kvenna til að keppa á Ólympíuleikum í áhaldafimleikum kvenna. Við óskum Irinu innilega til hamingju með þennan merka áfanga.

Hér má sjá Snorra formann næla gullmerkinu á Irinu.Snorri Irina


 

Síðasti tíminn hjá 60+ leikfiminni verður 13.desember. Það verður Jólakaffi eftir æfinguna og kostar litlar 500 krónur. 

Við munum byrja aftur á fullum krafti aftur 9.janúar 2017.

Vonandi hafa allir það sem allra best yfir hátíðirnar og við sjáumst hress og kát á nýju ári.

Í dag, föstudaginn 18 nóvember er verið að vinna við kaldavatnslögn við Engjaveg og hefur innkeyrslan á bílaplanið við Ármannsheimilið verið grafin í sundur.  Stefnt er að því að skurðinum verði lokað seinni partinn í dag og að umferð raskist lítið. Við bendum foreldrum á að hægt er að leggja á bílaplani KSÍ og labba eftir göngustígnum að Ármannsheimilinu.

Afmæli Ármanns

Sunnudaginn 11.desember kl 14:00 í hátíðarsal Laugarbóls verður haldið upp á afmæli Glímufélagsins Ármanns. Dagskrá verður með hefðbundnum hætti, veittir styrkir úr afrekssjóði, efnilegasti og besti íþróttamaður hverrar greinar og íþróttamaður Ármanns valdir.

Við hvetjum alla Ármenninga að fjölmenna á sunnudaginn og njóta léttra veitinga og hilla okkar frábæra afreksfólk.

Kveðja, 

Stjórn Ármanns

Við viljum minna alla Ármenninga á að lokadagur fyrir umsóknir í Afrekssjóð er 1.desember. 

Allar upplýsingar um sjóðinn má finna á þessum tengli: http://armenningar.is/almenningsdeild/afrekssjodur-armanns

Afmæli Ármanns verður haldið 11. desember klukkan 14:00 í hátíðarsal Laugabóls. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði  þar sem íþróttamaður Ármanns verður tilnefndur og einnig efnilegustu og bestu íþróttamenn hverrar deildar. Þá verður úthlutað úr afrekssjóði Ármanns eins og undanfarin ár. Við hverjum alla til að mæta og eiga góða stund með okkar besta afreksfólki.

Við hvejum deildir til að senda inn tilnefningar vegna íþróttamanna og einnig að sækja um í afrekssjóðinn fyrir 1.desember.