Fréttir

bkin

Körfuknattleiksdeild Ármanns hefur gefið út bókina “Frá stofnun til stórra titla” sem er tímamótarit fyrir alla körfuboltaáhugamenn landsins. Bókin inniheldur sögu körfuknattleiksdeildar Ármanns allt frá fyrstu skrefum körfuboltans á Íslandi árið 1952 allt til fyrsta og eina Íslandsmeistaratitils félagsins árið 1976. Segja má að saga Ármanns á þessum samtvinnist sögau körfuboltans frá stofnun enda Ármann sigursælt lið á þessum tíma. Í bókinni má finna lýsingar leikja, frásagnir liðsfélaga, myndir og endurminningar frá þessum árum.

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra hefur heimilað æfingar barna- og ungmenna fædd 2005 og síðar með og án snertingar á ný inni og úti. Enn eru íþróttir fullorðinna fæddra 2004 og fyrr, þar með taldar æfingar og keppnir, hvort sem er innan eða utandyra, með eða án snertingu, eru óheimilar.

Æfingar hjá öllum deildum félagsins fara af stað aftur 18.nóvember fyrir utan körfuknattleiksdeild. En við vonumst til að æfingar hefjist  aftur á morgun fimmtudag hjá deildinni. Frekari upplýsingar koma frá þjálfurum deildarinnar inn á sportabler. Ef þið eruð ekki með aðgang að sportabler er best að hafa samband við þjálfara.

Það verður virkilega skemmtilegt að fá iðkendur aftur í hús :)

Þetta er í okkar höndum og pössum vel upp á sóttvarnir.

Kæru félagar

Allar æfingar félagsins falla niður frá og með 8.október til og með 19.október samkvæmt tilmælum ÍSÍ, embætti sóttvarnalækni og almannavarnadeild höfuðborgasvæðisins.

Þetta þýðir að öll æfingaaðstaða sem deildir okkar nota verða lokaðar að minnsta kosti til og með 19.október. Þjálfarar munu hafa samband við sína iðkendur varðandi heimaæfingar og vonumst við til iðkendur verði duglegir að sinna þeim.

Þetta er erfið barátta sem þjóðfélagið stendur frammi fyrir og þurfum við öll að standa saman í henni.

Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við íþróttafulltrúa félagsins This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ármann sendir baráttukveðjur til allra og áfram við.

Glímufélagið Ármann.

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars–júlí 2020.

Styrkurinn er 45.000 kr. fyrir hvert barn.

Áður en þú sækir um styrkinn hjá þínu sveitarfélagi þarf að kanna hvort heimilið falli undir ofangreint tekjuviðmið. Það gerir þú með því að skrá þig inn hér á Ísland.is með rafrænum skilríkjum. Athugið að sé um hjón/sambúðarfólk að ræða þurfa báðir aðilar að samþykkja að upplýsingar um tekjur séu sóttar til skattayfirvalda (RSK) svo hægt sé að staðfesta hvort heimilið falli undir tekjuviðmiðið eða ekki.

Ríkisstjórnin kynnti nýjar sóttvarnaráðstafanir. Reglur eru hertar og ná jafnt til barna sem fullorðinna.

Íþróttastarf verður óheimilt og sundlaugum lokað um allt land næstu 2-3 vikurnar eða til 17. nóvember, samkvæmt nýjum hertum sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Til viðbótar þrengjast fjöldatakmarkanir úr 20 manns í 10. Einungis börn fædd 2015 og yngri eru undanþegin 2 metra reglu og grímuskyldu.

Ríkisstjórnin gerði grein fyrir hertum sóttvarnareglum í dag sem byggja að stórum hluta á minnisblaði sóttvarnalæknis. Ríkisstjórnin fundaði um tillögurnar í morgun.  

Í ljósi nýrra sóttvarnaraðgerða á höfuðborgarsvæðinu sem gilda frá og með 7. október og til og með 19. október.

Íþróttastarf barna fædd 2005 og síðar:

  • Íþróttastarf barna sem fædd eru 2005 eða síðar mun halda óbreytt áfram hjá öllum deildum nema Júdódeild og sunddeild. Allar æfingar hjá júdódeild falla niður út þessa viku en verður endurskoðað fyrir næstu viku. Sunddeildin er í biðstöðu og er að vænta svara síðar í dag miðvikudag eða í fyrramálið.
  • Foreldrum er óheimilt að fylgja börnum sínum inn í æfingahúsnæði.
  • Ef breytingar verða hjá iðkendum óskum við eftir að foreldrar hafi samband við þjálfara.
  • Íþróttarúta Ármanns og Þróttar mun áfram ganga.