Fréttir
Glímufélagið Ármann boðar til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 31. mars kl. 20:00 í hátíðarsal Laugabóls.

Vonandi sjáum við sem flesta á fundinum.

Dagskrá fundarins er eftir lögum félagsins.

Glímufélagið Ármann vill vekja athygli á leiðbeiningum sóttvarnarlæknis í tengslum við kórónaveiruna og hvetur iðkendur, þjálfara, stjórnir, sjálfboðaliða og forráðarmenn að fylgjast með nýjustu uppfærslum varðandi skilgreiningar á áhættusvæðum. Þeir sem hyggja á ferðalög með íþróttahópa ættu að kynna sér allar upplýsingar varðandi smitsvæði á vefsíðu Embættis landlæknis.

!!!Það eru nokkur laus pláss í krílatíma hjá okkur á vorönn!!!

Skráning fer fram á https://armenningar.felog.is/ - kríli (2-5 ára) skráning biðlista, vorönn 2020. En það fara allir inn á biðlista og svo er raðað inn í hópa.

Upplýsingar eru á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Í næstu viku er að hefjast ótímabundið verkfall frístundaheimila í Reykjavík ef ekki nást samningar. Íþróttarúta Ármanns og Þróttar mun halda áfram að ganga þrátt fyrir verkfall. Það er á ábyrgð foreldra/forráðarmanna að koma börnum á réttan stað svo þau geti nýtt hana. 

Stoppistöðvar rútunnar:

Ármannsheimilið verður lokað fram að hádegi á morgun vegna veðurs, þar sem versta veðrið mun ganga yfir milli 07-11 í fyrramálið. 

Iðkendur þurfa að kynna sér málin hjá sinni deild eða sínum þjálfara varðandi æfingar. 

Við hvetjum alla til að sýna skynsemi og meta aðstæður á morgun.

Sunnudaginn 15.12.19 var haldið upp á 131 árs afmæli Ármanns, en félagið var stofnað þann 15. desember 1888. Valin voru íþróttakarl, íþróttakona og efnilegasti íþróttamaður Ármanns ásamt íþróttamanni hverrar deilda. Við eigum mikið af frábæru íþróttafólki sem við viljum heiðra og er þetta einn liður í því. Afrekssjóður Ármanns var stofanður 2008 og er því 11 ára í ár, en úthlutað var 920.000kr í ár. 

Best og efnilegasti