Í ljósi frétta sem hafa verið birtar í dag, bíðum við eftir ítarlegri upplýsingum frá yfirvöldum. Æfingar haldast því óbreyttar í dag hjá öllum deildum félagsins nema Júdódeild. Búið er að fella niður allar æfingar hjá deildinni í dag.
Frístundarúta félagsins mun ganga óbreytt í dag.
Við munum koma ítarlegri upplýsingar um leið og við vitum meira.
Sumarið 2020
Opnað verður fyrir skráningu 28.apríl í Fjölgreina- og Fimleikaskóla Ármanns.
Allar frekari upplýsingar má sjá hér fyrir neðan:
Glímufélagið Ármann boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 30.september kl 20:00 í hátíðarsal Laugabóls en fundurinn átti að vera haldinn 31.mars en var frestað vegna Covid-19.
Nánari útfærslur á fundinum verður sent á formenn deilda.
Dagskrá fundarins er eftir lögum félagsins.
Afreksskólinn er netnámskeið sem spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er að undirbúa til þess að hjálpa þér að hámarka þinn íþróttaárangur.
Í Afreksskólanum deilir hún sinni 20 ára reynslu sem íþróttakona á heimsmælikvarða og þeim aðferðum sem hafa komið henni í úrslit á öllum helstu stórmótum.