Fréttir

Æfingar í öllum íþróttagreinum falla niður í dag, þriðjudaginn 10.12.2019.

Ármannsheimilið lokar kl 13:00.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í afrekssjóð Ármanns. Umsóknareyðublað er á heimasíðu Ármanns undir 6.grein í starfsreglum sjóðsins og má finna á heimasíðu Ármanns:http://armenningar.is/almenningsdeild/afrekssjodur-armanns

Hægt er að senda umsóknir með tölvupósti  á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða skila þeim útprentuðum. Ef þær eru sendar með tölvupósti þarf ekki að skrifa undir umsóknina ef hún kemur úr netfangi formanns deildarinnar. 

Umsóknafrestur í afrekssjóð er í síðasta lagi 1. desember. Vinsamlegast virðið þennan skilafrest, ekki verður tekið við umsóknum að honum liðnum. 1

130. aðalfundur Glímufélagsins Ármanns var haldinn í hátíðarsal Laugabóls fimmtudaginn 14.mars síðastliðinn. Það má með sanni segja að þáttaskil hafi átt sér stað í sögu félagsins en okkar kæri formaður til 16 ára, Snorri Þorvaldsson, hefur ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum. Snorri skilur eftir sig frábæra arfleið en hann hefur unnið gríðarlega óeigingjarnt starf fyrir félagið. Við viljum þakka Snorra fyrir undanfarin ár og hlökkum til að sjá hann í öðrum störfum í þágu félagsins.

Íþróttarúta Ármanns og Þróttar fellur niður á morgun, þriðjudaginn 10.12.2019, vegna slæmrar verðurspár!!!

Rtumynd

 

 

Þá fer að hefjast 60+ leikfimin hjá okkur á fullum krafti eftir gott sumarfrí. Fyrsti tíminn verður þriðjudaginn 3.september klukkan 11:00 í fimleikasal Ármanns.

Það hefur verið ráðin nýr þjálfari hjá okkur en hann heitir Davíð Már og er hann útskrifaður íþróttafræðingur úr Háskólanum í Reykjavík. Hann er með margra ára reynslu af þjálfun meðal annars í fimleikum og sundleikfimi.

Æfingatímar:

Þriðjudagar kl 11:00-12:00 og fimmtudagar kl 11:00-12:00.

Það eru allir velkomnir og eru æfingarnar að kostnaðislausu.

Glímufélagið Ármann boðar til aðalfundar fimmtudagurinn 14. mars kl. 20:30 í hátíðarsal Laugabóls.

Vonandi sjáum við sem flesta á fundinum.

Dagskrá fundarins eftir lögum félagsins.