Fréttir

Í ljósi blaðamannafundar sem er nýlokið er félagið að skoða hvernig við útfærum það sem fram kom á fundinum m.t.t. æfinga og viðburða á vegum félagsins. Upplýsingar verða sendar út þegar við fáum frekari upplýsingar og nánari fyrirmæli frá íþróttahreyfingunni og Reykjavíkurborg. 

Við biðjum foreldra/forráðamenn að sýna þolinmæði og skilning á stöðunni sem upp er komin. Allar æfingar halda sér fram að samkomubanninu sem tekur gildi aðfaranótt mánudagsins.

 

 

 

Í næstu viku er að hefjast ótímabundið verkfall frístundaheimila í Reykjavík ef ekki nást samningar. Íþróttarúta Ármanns og Þróttar mun halda áfram að ganga þrátt fyrir verkfall. Það er á ábyrgð foreldra/forráðarmanna að koma börnum á réttan stað svo þau geti nýtt hana. 

Stoppistöðvar rútunnar:

Ármannsheimilið verður lokað fram að hádegi á morgun vegna veðurs, þar sem versta veðrið mun ganga yfir milli 07-11 í fyrramálið. 

Iðkendur þurfa að kynna sér málin hjá sinni deild eða sínum þjálfara varðandi æfingar. 

Við hvetjum alla til að sýna skynsemi og meta aðstæður á morgun.
Glímufélagið Ármann boðar til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 31. mars kl. 20:00 í hátíðarsal Laugabóls.

Vonandi sjáum við sem flesta á fundinum.

Dagskrá fundarins er eftir lögum félagsins.

Glímufélagið Ármann vill vekja athygli á leiðbeiningum sóttvarnarlæknis í tengslum við kórónaveiruna og hvetur iðkendur, þjálfara, stjórnir, sjálfboðaliða og forráðarmenn að fylgjast með nýjustu uppfærslum varðandi skilgreiningar á áhættusvæðum. Þeir sem hyggja á ferðalög með íþróttahópa ættu að kynna sér allar upplýsingar varðandi smitsvæði á vefsíðu Embættis landlæknis.

!!!Það eru nokkur laus pláss í krílatíma hjá okkur á vorönn!!!

Skráning fer fram á https://armenningar.felog.is/ - kríli (2-5 ára) skráning biðlista, vorönn 2020. En það fara allir inn á biðlista og svo er raðað inn í hópa.

Upplýsingar eru á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.