Fréttir

Glímufélagið Ármann boðar til aðalfundar fimmtudagurinn 14. mars kl. 20:30 í hátíðarsal Laugabóls.

Vonandi sjáum við sem flesta á fundinum.

Dagskrá fundarins eftir lögum félagsins.

Sunnudaginn 16.12.18 var haldið upp á 130 ára afmæli Ármanns, en félagið var stofnað þann 15. desember 1888. Það var nýbreytni í ár í vali á íþróttamanni Ármanns. Í fyrsta sinn var valinn íþróttamaður og íþróttakona Ármanns ásamt efnilegasta íþróttamanni Ármanns. Við eigum mikið af frábæru íþróttafólki sem við viljum heiðra og er þetta einn liður í því. Afrekssjóður Ármanns var stofanður 2008 og er því 10 ára í ár, en úthlutað var 910.000kr í ár. 

Í tilefni af 130 ára afæmli Ármanns mætti Ingvar Sverrisson formaður ÍBR og gaf Ármanni veglega afmælisgjöf og viljum við Ármenningar þakka ÍBR kærlega fyrir okkur.

Ingvar Snorri

Afmæli Ármanns verður haldið sunnudaginn 16. desember klukkan 14:00 í hátíðarsal Laugabóls. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði þar sem íþróttakarl og íþróttakona Ármanns verða tilnefnd og einnig efnilegustu og bestu íþróttamenn hverrar deildar. Þá verður úthlutað úr afrekssjóði Ármanns eins og undanfarin ár.

Það eru allir velkomnir og hvetjum við allar deildir að fjölmenna á góða stund með okkar flotta íþróttafólki.

Snorri julian og Jonas

Fyrsti tími eftir jólafrí verður þriðjudaginn 8.janúar kl 11:00. 

Sjáumst hress og tilbúin í nýja önn af frábærum æfingum og góðum félagsskap.

Kveðja, 

Ragna Þyrí.

Júlían J. K. Jóhannsson úr kraftlyftingadeild Ármanns var valinn íþróttakarl Reykjavíkur árið 2018. Tilkynnt var um valið í Raðhúsið Reykjavíkur í gær við hátíðlega athöfn.

Júlían hefur átt frábært ár og hefur aldrei verið sterkari en á þessu ári. Hann tvíbætti heimsmet í réttstöðulyftu og varð fjórði í samanlögðu á HM í nóvember. Hann setti einnig Íslandsmet í réttstöðulyftu og samanlögðu á mótinu. Á EM vann hann til gullverðlauna í réttstöðulyftu . Þá setti hann auk þess Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu á árinu.

Sveinbjorn Julian

Tveir heiðursmenn voru heiðraðir á Árshátíð Ármanns þann 13.10.2018 og teknir inn sem heiðurfélagar. Þetta eru þeir Pétur Kjartansson (Skíðadeild) og Sigurjón Yngvason (Körfuknattleiksdeild). 

Heiursfelagarheiursfelagi 1