Fréttir

Glímufélagið Ármann vill vekja athygli á samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Ef upp koma einhver mál innan íþrótta og æskulýðsstarfs er mikilvægt að þeim sé beint í faglegan farveg þar sem fagþekking er til staðar.

Hér má kynna sér vinnu samskiptaráðgjafa: Ráðgjöf | Samskiptaráðgjafi | Reykjavík (samskiptaradgjafi.is)

Hér má sjá upplýsingar um sumarnámskeið Ármanns 2021.

Fimleika- og Fjölgreinaskóli Ármanns

Sundnámskeið Ármanns

Samkvæmt hertum aðgerðum innanlands vegna Covid falla allar æfingar niður næstu 3 vikurnar eða til 15.apríl.

Þjálfarar félagsins verða í sambandi við iðkendur og forráðamenn í gegnum sportabler eða facebook á næstu dögum.

Ef einhverjar spurningar koma upp er hægt að hafa samband við íþróttafulltrúa í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 696-5939.

Stöndum saman og pössum vel upp á okkar persónulegu sóttvarnir.

Hafið það sem allra best yfir páskana ❤

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur framlengt sérstaka frístundastyrki fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og verður nú hægt að sækja um styrki út árið 2021. Þá hefur félagsmálaráðuneytið einnig gengið frá samningi við Abler um að hægt verði að sækja um styrkina með sambærilegum hætti og hefðbundinn frístundastyrk sem sveitarfélögin veita, eða við skráningu barns í íþrótt eða tómstund gegnum rafrænt skráningarkerfi Sportabler. Prófanir á virkni Sportabler eru í gangi og stefnt er á að opna fyrir umsóknir í byrjun næstu viku.

Opnað hefur verið fyrir skráningu í sumarskóla Ármanns. Skráning fer fram á Ármann | Vefverslun (sportabler.com).

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við íþróttafulltrúa félagsins: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Fjlg

Kæru Ármenningar

Allar æfingar iðkenda á grunnskólaaldri falla niður í dag 24.03.2021 hjá Fimleikadeild, Körfuknattleiksdeild, Frjálsíþróttadeild, Sunddeild (Laugardalslaug og Sundhöll), Taekwondo, Rafíþróttadeild og Júdódeild.

Vegna fjölgunar smita og úrvinnslusóttkvíar í hverfinu.

Við reiknum með frekari upplýsingum síðar í dag og ákvörðun um framhaldið tekin í kjölfarið.

Hægt er að hafa samband við íþróttafulltrúa Ármanns ef óskað er eftir frekari upplýsingum á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 696-5939