Fréttir

Ef þú ert 60 ára eða eldri og vilt stunda einfaldar og skemmtilegar æfingar getur þú komið og æft hjá okkur í Ármanni. Fyrsti tíminn er 12.september kl 11:00.

Æfingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl 11:00 - 12:00.

Það eru allir hjartanlega velkomnir.

Það verður alltaf heit á könnunni eftir æfingarnar í boði Ármanns

Tímarnir kosta: 0 krónur

Þjálfari: Ragnar Þyrí fimleikaþjálfari.

 

 

Síðasta æfing í 60+ leikfimi fyrir páska verður 6.apríl.

Æfingar hefjast aftur 18.apríl. Sumardaginn fyrsta verður íþróttamiðstöð Ármanns lokuð og æfing fellur niður.

Kveðja,

Ragna Þyrí.

 

 

 

Aðalfundur Ármanns verður haldinn fimmtudaginn 30.mars kl 20:00 í hátíðarsal Laugabóls.

Dagskrá verður skv lögum félagsins.

Ásdís okkar Hjálmsdóttir keppir í úrslitum á HM í London kl 18:15 í kvöld. Við hvetjum ykkur öll að horfa á þessa frábæru íþróttakonu sem hefur verið að bæta sig á hverju móti og verður virkilega spennandi að sjá hvað hún gerir í kvöld. Hún var virkilega nálægt íslandsmeti sínu í forkeppninni þegar hún kastaði 63.06m en metið er 63.43m. Hún á því nóg inni og sendum við henni góða strauma fyrir kvöldið. 

Hún hóf loka undirbúning sinn í gær með því að horfa á Game of Thrones. Það má því reikna með því að hún verði með blóðbragð í munni og skilji allt eftir á vellinum.

Við sendum Ármannskveðju með von um ógleymanlegt kvöld í London. 

Asdis hjalms

Opnunartími um páskana:
  • Mánudaginn 10.apríl  9-19
  • Þriðjudaginn 11.apríl  9-19
  • Miðvikudaginn 12.apríl 9-19


Húsið verður lokað 13 - 17.apríl.

Lokað verður sumardaginn fyrsta 20. apríl

Ákveðið hefur verið að fella niður allar æfingar í dag föstudag hjá Glímufélaginu Ármanni.

Slökkvulið höfuðborgasvæðisins hefur sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu sem segir:

Tilkynning til foreldra og forráðamanna.

Foreldrar / forráðamenn eru beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Eru þeir hvattir til að fara ekki af stað sökum veðurs séu þeir ekki á vel útbúin, frekar þá að bíða af sér veðrið. 
Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. 
Hér er átt við börn yngri en 12 ára.