Afmæli Ármanns
Sunnudaginn 11.desember kl 14:00 í hátíðarsal Laugarbóls verður haldið upp á afmæli Glímufélagsins Ármanns. Dagskrá verður með hefðbundnum hætti, veittir styrkir úr afrekssjóði, efnilegasti og besti íþróttamaður hverrar greinar og íþróttamaður Ármanns valdir.
Við hvetjum alla Ármenninga að fjölmenna á sunnudaginn og njóta léttra veitinga og hilla okkar frábæra afreksfólk.
Kveðja,
Stjórn Ármanns
Við viljum minna alla Ármenninga á að lokadagur fyrir umsóknir í Afrekssjóð er 1.desember.
Allar upplýsingar um sjóðinn má finna á þessum tengli: http://armenningar.is/almenningsdeild/afrekssjodur-armanns
Afmæli Ármanns verður haldið 11. desember klukkan 14:00 í hátíðarsal Laugabóls. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði þar sem íþróttamaður Ármanns verður tilnefndur og einnig efnilegustu og bestu íþróttamenn hverrar deildar. Þá verður úthlutað úr afrekssjóði Ármanns eins og undanfarin ár. Við hverjum alla til að mæta og eiga góða stund með okkar besta afreksfólki.
Við hvejum deildir til að senda inn tilnefningar vegna íþróttamanna og einnig að sækja um í afrekssjóðinn fyrir 1.desember.
Síðasti tíminn hjá 60+ leikfiminni verður 13.desember. Það verður Jólakaffi eftir æfinguna og kostar litlar 500 krónur.
Við munum byrja aftur á fullum krafti aftur 9.janúar 2017.
Vonandi hafa allir það sem allra best yfir hátíðirnar og við sjáumst hress og kát á nýju ári.