Fimleikar
forsimynd

Mánudaginn 16. október klukkan 20:00 verður haldinn kynningarfundur fyrir Eurogym sem haldið verður í Belgíu 2018. 

Eurogym er evrópsk fimleikahátíð sem haldin er af evrópska fimleikasambandinu annað hvert ár, hátíðin er fyrir unglinga 12-18 ára.
Heimasíða hátíðarinnar er www.eurogym2018.com .

Hjá Ármanni stendur öllum til fæddum 2006-2000 hjá félaginu til boða að fara, óháð því hvort þeir eru að æfa hóp- eða áhaldafimleika.

Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á hátíðinni.

Sæunn
Yfirþjálfari Fimleikadeildar Ármanns

Eurogym2018