Fimleikar
forsimynd

Um helgina fór fram haustmót í 1.-3. þrepi íslenska fimleikastigans ásamt frjálsum æfingum. Á laugardaginn var keppt í frjálsum æfingum karla og kvenna, 1.-3. þrepi karla og 1.-2. þrepi kvenna. 

Ármenningar stóðu sig mjög vel og sigraði Jónas Ingi Þórisson unglingaflokk í frjálsum æfingum og Matthildur Ásbergsdóttir 2. þrep 13 ára og eldri. Auk þess unnu Ármenningar fjöldamörg verðlaun á einstökum áhöldum. 
Haustmótið er upphaf keppnistímabilsins og að þessu sinni var verið að keppa í nýjum reglum íslenska fimleikastigans svo margir keppendur voru að reyna fyrir sér í nýjum æfingum. Ármenningar eru stoltir að öllum sínum keppendum og við óskum þeim innilega til hamingju með árangur helgarinnar.

haustmot 3

haustmot1

haustmot2