Fimleikar
forsimynd

Hópfimleikar eru búnir að vera í miklum vexti í Ármanni og hefur iðkendum fjölgað mikið að undanförnu. Ármann er í dag með keppnishópa fyrir stúlkur í öllum flokkum Fimleikasambandsins nema í Meistaraflokki auk þess að vera með fjölmennan grunnhóp. Uppbygging hjá strákum er líka í gangi og er einn hópur þar sem æfir hópfimleika, en þeir eru ekki ennþá farnir að keppa.

4


6

Á miðvikudaginn fór fram keyrslumót í 3.-5. flokki, en það eru stúlkur á aldrinum 8-12 ára. Mótið er hluti af undirbúningi fyrir Haustmót FSÍ hjá 3. og 4. flokki sem haldið verður 18.-19. nóvember hjá Stjörnunni í Garðabæ. Keyrslumótið gekk mjög vel og mættu fjölmargir áhorfendur til að sjá ungar og efnilegar fimleikastúlkur sýna listir sínar.

1

2

3

5