Fimleikar
forsimynd

Haustmót FSÍ í hópfimleikum fór fram um liðnar helgar. Keppt var í 3. og 4. flokki helgina 18. - 19. nóvember og 1. og 2. flokki 25. Nóvember. Í fyrsta skipti í sögunni átti Ármann lið í öllum flokkum á haustmóti, er það einstaklega ánægjulegt og merki um að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hjá deildinni í hópfimleikum á síðustu árum er að skila sér.1


Í 2. – 4. flokki er keppnisfyrirkomulagið þannig að öll lið keppa á móti hvort öðru á haustmóti og út frá árangri á mótinu er í kjölfarið raðað niður í deildir, A, B og C.

4. flokkur Ármanns hafnaði í 9. sæti af 27 liðum og mun því keppa í B deild á Bikarmóti.

3. flokkur Ármanns hafnaði í 6. Sæti af 21 liði og mun því keppa í A deild á Bikarmóti.

2. flokkur Ármanns hafnaði í 9. Sæti af 14 liðum og mun því keppa í B deild á Bikarmóti.

Í 1. flokki er keppnisfyrirkomulagið öðruvísi, þar eru liðin skráð til leiks annað hvort í A deild eða B deild. Ármann keppir í sameiginlegu liði með Aftureldingu og hafnaði í 3. sæti í keppni í 1. flokki B.

Við óskum keppendum innilega til hamingju með árangurinn á mótunum, framtíðin er björt hjá Ármanni!

423