Fimleikar
forsimynd

Um helgina fór fram Íslandsmót í áhaldafimleikum. Ármenningar áttu sjö keppndur á mótinu, en Irina Sazonova, Dominiqua Alma Belanyi, Sigrún Margrét Sigurðardóttir og Thelma Rún Guðjónsdóttir kepptu í fullorðinsflokki, Ingunn Ragnarsdóttir í unglingaflokki og þeir Jónas Ingi Þórisson og Atli Snær Valgeirsson í unglingaflokki.4


Á laugardeginum fór fram keppni í fjölþraut og varði Irina okkar Sazonova titilinn frá því í fyrra með 50.050 stig. Eftir hörkubaráttu um annað sætið þá landaði Dominiqua Alma því með 48.200 stig. Sigrún Margrét lenti í 8. Sæti og Thelma Rún í því 12.

Jónas Ingi stóð sig mjög vel og lenti í 2. sæti í fjölþraut með 70.699 stig, Atli Snær keppti á 4 áhöldum og stóð sig með prýði.

Ingunn Ragnarsdóttir var að keppa á sínu fyrsta Íslandsmeistaramóti og hafnaði í 14. sæti reynslunni ríkari.

Á sunnudeginum var keppt til úrslita. Irina Sazonova keppti til úrslita á tvíslá, slá og gólfi og bætti við sig öðrum Íslandsmeistaratitli á tvíslá auk þess sem hún lenti í 3. sæti á slá og 2. sæti á gólfi. Dominiqua keppti til úrslita á tvíslá og slá og hafnaði í 2. Sæti á báðum áhöldum. Thelma Rún átti sæti í úrslitum á stökki og hafnaði í 4. sæti, hársbreidd frá bronsinu. Jónas Ingi keppti til úrslita á öllum áhöldum og hafnaði í 2. sæti á gólfi, stökki, tvíslá og svifrá, auk þess sem hann lenti í 3. sæti í hringjum og 4. sæti á bogahesti.  

Atli Snær Valgeirsson var varamaður í úrslitum á svifrá og Sigrún Margrét á stökki.

357Islandsmot 1Isl 26