Fimleikar
forsimynd

Æfingar hjá fimleikadeild Ármanns hefjast fimmtudaginn 4.01.18. Það eru ekki neinar breytingar á æfingatímum nema að þið hafið fengið upplýsingar um annað í gegnum tölvupóst.

Við viljum óska ykkur gleðilegs nýs árs og óskum ykkur farsældar á nýju ári.

Foreldrafimi hefst hjá fimleikadeild Ármanns þann 8. janúar 2018. 
Æfingar eru sniðnar að foreldrum í fæðingarorlofi þar sem áhersla verður á styrktarþjálfun auk þess sem léttum fimleikaæfingum verður blandað við.

Fyrsta námskeiðið verður 8 vikur, æfingar verða þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl 10:00-11:00.
Skráning fer fram á armenningar.felog.is frá og með 20. desember. Verð er 18000 kr.

Hér má sjá úrslit helgarinnar:

KVK.

KK.

Hér má finna skipulag og hópalista fyrir aðventumótið um helgina.

Skipulag.

KK: 

KVK:

Við óskum öllum keppendum góðs gengis.

Ármannskveðja.

Haustmót FSÍ í hópfimleikum fór fram um liðnar helgar. Keppt var í 3. og 4. flokki helgina 18. - 19. nóvember og 1. og 2. flokki 25. Nóvember. Í fyrsta skipti í sögunni átti Ármann lið í öllum flokkum á haustmóti, er það einstaklega ánægjulegt og merki um að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hjá deildinni í hópfimleikum á síðustu árum er að skila sér.1