Fimleikar
forsimynd

Haustmót FSÍ í hópfimleikum fór fram um liðnar helgar. Keppt var í 3. og 4. flokki helgina 18. - 19. nóvember og 1. og 2. flokki 25. Nóvember. Í fyrsta skipti í sögunni átti Ármann lið í öllum flokkum á haustmóti, er það einstaklega ánægjulegt og merki um að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hjá deildinni í hópfimleikum á síðustu árum er að skila sér.1

Í gær var haldið örþjálfaranámskeið fyrir þjálfara í 5. þrepi kvenna. Farið var yfir áherslur í þjálfun, breytingar á íslenska fimleikastiganum og línur lagðar fyrir veturinn. Flottar fimleikastelpur voru á námskeiðinu, bæði stúlkur sem búnar eru með 5. þrep og sem eru að stíga sín fyrstu skref í 5. þrepi.

1

Hópfimleikar eru búnir að vera í miklum vexti í Ármanni og hefur iðkendum fjölgað mikið að undanförnu. Ármann er í dag með keppnishópa fyrir stúlkur í öllum flokkum Fimleikasambandsins nema í Meistaraflokki auk þess að vera með fjölmennan grunnhóp. Uppbygging hjá strákum er líka í gangi og er einn hópur þar sem æfir hópfimleika, en þeir eru ekki ennþá farnir að keppa.

4

Norurlandamoti i Hop

Haustmót í 4.-5. þrepi fór fram á Akureyri um helgina. Ármann sendi lið í 4. þrepi kvenna og sigruðu stúlkurnar með þónokkrum yfirburðum. Verið var að keppa í fyrsta skipti í nýjum þrepum íslenska fimleikastigans. Við óskum stúlkunum innilega til hamingju með frábæran árangur!

Haustmot AK