Fimleikar
forsimynd

Í gær fór fram keppni í fjölþraut og liðakeppni á Malarcupen þar sem Ármann átti 18 keppendur í áhaldafimleikum kvenna og 3 keppendur í áhaldafimleikum karla. Jón Sigurður Gunnarsson lenti í 3. sæti í fjölþraut í fullorðinsflokki og Jónas Ingi Þórisson í 3. sæti í unglingaflokki, glæsilegur árangur og óskum við þeim innilega til hamingju! 23314155 10156925528099012 1320471527 o

Í dag flaug stór hópur frá Fimleikadeild Ármanns til Svíþjóðar en um helgina fer fram Mälarcupen. Á mótinu keppa frá Ármanni 18 í áhaldafimleikum kvenna og 3 í áhaldafimleikum karla. Þeir Jón Sigurður, Jónas Ingi og Atli Snær skelltu sér á æfingu nú seinni partinn og gekk þeim mjög vel. Á morgun æfir svo allur hópurinn og fer liðakeppni og fjölþrautarkeppni fram á laugardaginn og úrslit á einstökum áhöldum á sunnudaginn.

23223078 10156917147334012 1403790644 o

Um helgina fór fram haustmót í 1.-3. þrepi íslenska fimleikastigans ásamt frjálsum æfingum. Á laugardaginn var keppt í frjálsum æfingum karla og kvenna, 1.-3. þrepi karla og 1.-2. þrepi kvenna. 

Vetrarfrí hjá Fimleikadeild Ármanns

Vetrarfrí er hjá A-B hópum, strákahóp-, grunnhópfimleikum og 5. flokki.


Fríið er frá fimmtudeginum 19. til mánudagsinns 23. október.

Mánudaginn 16. október klukkan 20:00 verður haldinn kynningarfundur fyrir Eurogym sem haldið verður í Belgíu 2018. 

HM í áhaldafimleikum er í gangi núna í Montreal í Kanada. Íslensku keppendurnir hafa lokið keppni en RÚV 2 sýnir frá úrslitum í fjölþraut og á einstökum áhöldum.