Fimleikar
hpmynd 2021 1

Hópfimleikar eru búnir að vera í miklum vexti í Ármanni og hefur iðkendum fjölgað mikið að undanförnu. Ármann er í dag með keppnishópa fyrir stúlkur í öllum flokkum Fimleikasambandsins nema í Meistaraflokki auk þess að vera með fjölmennan grunnhóp. Uppbygging hjá strákum er líka í gangi og er einn hópur þar sem æfir hópfimleika, en þeir eru ekki ennþá farnir að keppa.

4

Norurlandamoti i Hop

Haustmót í 4.-5. þrepi fór fram á Akureyri um helgina. Ármann sendi lið í 4. þrepi kvenna og sigruðu stúlkurnar með þónokkrum yfirburðum. Verið var að keppa í fyrsta skipti í nýjum þrepum íslenska fimleikastigans. Við óskum stúlkunum innilega til hamingju með frábæran árangur!

Haustmot AK

Í gær fór fram keppni í fjölþraut og liðakeppni á Malarcupen þar sem Ármann átti 18 keppendur í áhaldafimleikum kvenna og 3 keppendur í áhaldafimleikum karla. Jón Sigurður Gunnarsson lenti í 3. sæti í fjölþraut í fullorðinsflokki og Jónas Ingi Þórisson í 3. sæti í unglingaflokki, glæsilegur árangur og óskum við þeim innilega til hamingju! 23314155 10156925528099012 1320471527 o

Í dag flaug stór hópur frá Fimleikadeild Ármanns til Svíþjóðar en um helgina fer fram Mälarcupen. Á mótinu keppa frá Ármanni 18 í áhaldafimleikum kvenna og 3 í áhaldafimleikum karla. Þeir Jón Sigurður, Jónas Ingi og Atli Snær skelltu sér á æfingu nú seinni partinn og gekk þeim mjög vel. Á morgun æfir svo allur hópurinn og fer liðakeppni og fjölþrautarkeppni fram á laugardaginn og úrslit á einstökum áhöldum á sunnudaginn.

23223078 10156917147334012 1403790644 o

Um helgina fór fram haustmót í 1.-3. þrepi íslenska fimleikastigans ásamt frjálsum æfingum. Á laugardaginn var keppt í frjálsum æfingum karla og kvenna, 1.-3. þrepi karla og 1.-2. þrepi kvenna.