Fimleikar
hpmynd 2021 1
Fimleikaþjálfarar óskast
 
Fimleikadeild Ármanns óskar eftir þjálfurum til starfa við þjálfun í grunnhópum í áhaldafimleikum karla og hópfimleikum fyrir haustið 2017.

Æskilegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu og reynslu við þjálfun fimleika og hafi reynslu við að starfa með börnum. 

Deildin auglýsir eftir reynslumiklum þjálfurum og einnig þjálfurum sem eru að stíga sín fyrstu skref í þjálfun. Mikilvægt er að viðkomandi er jákvæður, metnaðarfullur og hafi góða samskiptahæfileika. Hjá fimleikadeild Ármanns er frábær aðstaða til fimleikaiðkunar, krefjandi og skemmtileg verkefni, og mörg tækifæri til að vaxa í starfi. 

Allar nánari upplýsingar veitir Dóra Sigurjónsdóttir Rekstrarstjóri Fimleikadeildar Ármanns í síma 891-6676

Umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og berist til skrifstofu fimleikadeildar í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Vorsýning Fimleikadeildar Ármanns verður haldin sunnudaginn 28.maí. Það verða 3 sýningar kl 11:00, 14:00 og 16:00. Við viljum hvetja alla til að koma og sjá glæsilega sýningu okkar frábæru iðkenda. Miðasala er í fullum gangi og er hún á milli 15:00 og 18:00 miðvikudag og föstudag. 

2017 05 24 13 34 55

Fimleikadeild Ármanns verður með parkour námskeið í sumar.

Vikurnar eru eftirfarandi:

Vikan 12-16 júní – verð 8200,-

Vikan  19-23 júní -verð 8200,-

Vikan 26-30 júní  - verð 8200,-

Vikan  3-7 júlí – veð 8200,-

Vikan 31 júlí til 11 ágúst ( 9 dagar) Verð 14,760,-

Vikan 14-18 ágúst – verð 8200,-

Alla virka daga  frá klukkan 13-16.

Æft er í fimleikasal Ármanns við Engjaveg 7 og einnig verður farið út þegar veður leyfir.

Skráning er á https://armenningar.felog.is/

Aðrar upplýsingar fást á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fimleikadeild Ármanns auglýsir eftir yfirþjálfara.  Um er að ræða 100% stöðu hjá deildinni.  

 

Þekking á fimleikum, námskeið í fimleikaþjálfun frá FSÍ og dómararéttindi er kostur.

Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, lipurð og þjónustulund.

Skipulagður og með góða stjórnunarhæfileika.

Hreint sakavottorð.

 

Starið felur meðal annars í sér:

Almennt skipulag á starfsemi deildarinnar.

Yfirumsjón með hópaskipulagningu.

Mótun og markmið afreksstefnu deildarinnar.

Áhaldaskipulag.

Framkvæmd móta og sýningar á vegum deildarinnar.

Yfirumsjón með þjálfurum deildarinnar.

 

Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2017. Nánari upplýsingar veitir Dóra Sigurjónsdóttir Rekstrarstjóri Fimleikadeildar í síma 891-6676.

 

Umsóknir eru trúnaðarmál og berist til skrifstofu fimleikadeildar á netfangið  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Um liðna helgi var haldið Bikarmót í 4.og 5. Þrepi kk. og kvk. Ármenningar sendu samtals 7 lið til keppni og náðu liðin alveg frábærum árangri.  

Úrslitin voru þessi:

 

4. þrep kvk. lið A  fjórða sæti.

4. þrep kvk. lið B annað sæti.

5. þrep kvk. lið A fyrsta sæti.

5. þrep kvk. lið B  fyrsta sæti.

 

Í karla flokknum voru úrslitin svona:

4. þrep kk. þriðja sæti.

5. þrep kk. lið A fyrsta sæti og lið B annað sæti.

Hérna koma nokkrar myndir af snillingunum okkar :)

A li 5.rep5.rep. KK

3.sti 4.rep KK

B li 5 rep