Frjálsar
Screen Shot 2019 03 13 at 14.40.01
Frjálsíþróttaæfingar Ármanns eru í fullum gangi og fara fram á kastvellinum í Laugardal, milli World Class og Laugardalsvallar. Börn 7-10 ára æfa á þriðjudögum og fimmtudögum frá 16:30-17:30 (1.-30. júní). 11-16 ára æfa mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá 16:30-18:00 (1. juní til 7. júlí).


Skráning fer fram á: https://www.sportabler.com/shop/armann/frjalsar


Æfingar verða svo með svipuðu sniði í ágúst.

Aðventumót Ármanns fór fram laugardaginn 11. desember í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Með því að allir þátttakendur og gestir mótsins framvísuðu gildu hraðprófi var hægt að halda mótið með hefðbundnum hætti. Alls tóku um 220 íþróttamenn þátt í mótinu í þremur mótshlutum. Þar af voru um 80 Ármenningar. Í hlekk sem fylgir í mótaforrit Frjálsíþróttasambands Íslands má sjá úrslit mótsins í fjölþraut og einstaklingsgreinum.

Frjálsíþróttadeild Ármanns státar af framúrskarandi þjálfarateymi sem heldur vel utan um okkar frjálsíþróttafólk á öllum aldri. Einn þjálfaranna er Gunnar Guðmundsson sem kom í þjálfarateymið árið 2019 og tók þá við hóp af öflugum unglingsstrákum. Markmiðið var að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu meistaraflokks og bættum árangri iðkenda.

ATH! Aðalfundinum er frestað til mánudagsins 7. mars kl. 20:00 vegna íbúafundar borgarstjóra sem verður á miðvikudagskvöld í Laugarnesskóla. Hvetjum sem flesta til að mæta einnig á þann fund og krefjast skýrra svara um uppbyggingu íþróttaaðstöðu fyrir börn og ungmenni í hverfinu.

Aðalfundurinn verður sem sagt mánudagskvöldið 7. mars kl. 20:00 í bíósalnum í Laugardalshöll. Allir velkomnir!

 

Frjálsíþróttadeild Ármanns heldur aðalfund sinn miðvikudagskvöldið 2. mars kl. 19:30 í bíósalnum í Laugardalshöll. Þá er gullið tækifæri fyrir nýtt fólk að koma inn í starfið og þau sem hafa áhuga á að setjast í stjórn og leggja sitt af mörkum eru endilega beðin að senda póst á Oddnýju Kristinsdóttur, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Hlökkum til að sjá sem flesta á aðalfundi!aalfundur

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og frambjóðendur Framsóknarflokksins kynntu sér starfsemi og aðbúnað frjálsíþróttadeildar Ármanns á dögunum. Stjórn deildarinnar ásamt yfirþjálfurum og formanni Frjálsíþróttasambandsins, Frey Ólafssyni, fór yfir aðbúnað iðkenda frjálsra íþrótta bæði hjá Ármanni og almennt. Við hjá deildinni teljum að við séum komin með bandamenn í baráttu okkar fyrir því að verja aðstöðu okkar í Höllinni! Einnig kom til tals almenn aðstaða og umgjörð afreksfólks.

Heimskn

 

Frekari upplýsingar og skráning á https://www.sportabler.com/shop/armann/frjalsar

Hlaupanmskei