Júdó
armann judo2

Júdódeild Ármanns átti sex keppendur á Vormóti JSí í yngri aldurflokkum síðastliðinn laugardag sem skiluðu deildinni 5 verðlaunum. Það voru þeir Baldur Birnuson (U13 -38), Árni Ólafsson (U15 -46), Benedikt Birnuson (U18 -66), Bjarki Arnórsson (U18 -81), Elfar Daviðsson (U21 -73) og Kristján Ríkarður Vernharðsson (U21 -90). Verðlaun og verðlaunahafar voru eftirfarandi:

 

  • Árni varð í 1. sæti U15 -46.
  • Benedikt varð í 3. sæti í U18 -66.
  • Bjarki varð í 2. sæti í U18 -81.
  • Elfar varð í 1. sæti í U21 -73.
  • Kristján varð í 2. sæti í U21 -90.

Þess ber að geta að Árni, Benedikt og Kristján voru allir að keppa talsvert upp fyrir sig í þyngd.

U18 -66

vormot 2018 u18 81

U21 -73