Judo
armann judo2

Hér er síðbúin frétt frá Íslandsmóti yngri flokka í júdó sem haldið var í Skelli laugardaginn 14. apríl síðastliðinn. Okkar keppendur glímdu af mikilli hörku og sýndu af sér góðan þokka í alla staði og sýndu með framgöngu sinni og framkomu að framtíðin er björt hjá Júdódeild Ármanns.

Niðurstaðan í einstaklingskeppninni var svohljóðandi:

  • Árni Ólafsson keppti í -38kg flokki, U-15, og sigraði sinn flokk.
  • Benedikt Birnuson og Páll Heimir Blöndal kepptu í -60kg flokki, U-18, og enduðu leikar þannig að Benedikt hafnaði í 2. og Páll í 3. sæti.
  • Bjarki Arnórsson keppti í -81kg flokki, U-18, og varð í 3. sæti í sínum flokki.
  • Elfar Davíðsson keppti í -73kg flokki, U-21, og sigraði sinn flokk.
  • Kristján Ríkarður Vernharðsson keppti í -81kg flokki, U-21, og varð í 5. sæti í sínum flokki.

Að einstaklingskeppninni lokinni var haldin sveitakeppni U-21 og þar áttum við sveit í fyrsta skipti síðan 2012. Þar stóðu þessir ungu menn sig aftur með stakri prýði og hafnaði sveitin okkar í 3. sæti. Það er skemmtlegt frá því að segja að Elfar og Kristján voru í sveitinni núna en þeir voru báðir með í sveitakeppni U-15 árið 2011.

Hér eru myndir frá mótinu: https://www.flickr.com/photos/90867141@N02/sets/72157665871359857>

ÁFRAM ÁRMANN!