Judo
armann judo2

Eins og lög gera ráð fyrir þreyttu Ármenningar beltapróf á vorönninni. Uppbygging prófanna eru svolítið mismunandi eftir aldri iðkenda. Nánari upplýsingar um gráðureglurnar er að finna hér.

Júdóiðkendur sem eru 10 ára og yngri (U11) taka ekki hefðbundið beltapróf en þau taka svokallað strípupróf, þar sem þau fá litaðar strípur á hvíta beltið sitt eftir aldri og hversu lengi þau hafa æft. Það voru 6 júdóiðkendurí U11 sem tóku strípupróf að þessu sinni:

 • Benedikt (blá strípa)
 • Chadman (græn strípa)
 • Eldar (fjólublá strípa)
 • Eyja (græn strípa)
 • Jónas Ragnar (svört strípa)
 • Mikolaj (rauð strípa).
Júdóiðkendur á aldrinum 11 til 14 ára (U16) taka beltaprófin í tveimur hlutum, fyrri hluta (fhl.) og seinni hluta (shl.). Það voru 5 júdóiðkendur sem tóku beltapróf í U16:
 • Árni (3. kyu fhl)
 • Henrik (5. kyu fhl.)
 • Leó (5. kyu fhl.)
 • Rúnar Ingi (5. kyu shl.)
 • Þorgrímur Nói (3. kyu fhl).


Júdóiðkendur sem eru 15 ára og eldri taka hefðbundið beltapróf einu sinni á ári, ef vel gengur, og í þetta skiptið voru það 6 júdóiðkendur sem nældu sér í ný belti:

 • Arnbjörn (2. kyu)
 • Benedikt Eysteinn (2. kyu)
 • Bjarki (3. kyu)
 • Grímur Óli (2. kyu)
 • Högni (5. kyu)
 • Páll Heimir (4. kyu)

En síðast en ekki síst bættust þrír svartbeltar í hóp Ármenninga en Davíð Áskelsson, Elfar Davíðsson og Ingimar Halldórsson þreyttu próf fyrir 1. dan þan 16. maí síðastliðinn og stóðust prófið með glæsibrag.

Við óskum öllu þessu frábæra júdófólki til hamingju með áfangann.

ÁFRAM ÁRMANN!