Judo
armann judo2
Vignisbikarinn 2018 verður haldinn sunnudaginn 2. desember í Skelli, æfingaaðstöðu Júdódeildar Ármanns. Þetta mót er haldið til að heiðra minningu Vignis Grétars Stefánssonar. Mótið byrjar kl. 13:00 og vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og taka þátt, á einn eða annan hátt.

Aukastig verða gefin þeim sem spreyta sig á uppáhaldsköstum Vignis: uchi-mata og yoko-tomoe-nage og verðlaun verða veitt fyrir flottustu uchi-mata og yoko-tomoe-nage köstin. Að auki verða sérstök verðlaun veitt þeim einstaklingi sem fær flest aukastig fyrir þessi köst. Að lokum munu synir Vignis afhenda bikarinn sinn, Vignisbikarinn, þeim júdómanni sem þeim finnst standa sig best.

Þátttökugjald er 2.000 krónur og aðgangseyrir fyrir eldri en 12 ára er 500 krónur. Allur ágóði af mótinu rennur í Framtíðarsjóð Vignissona, þeirra Sindra Dan og Snævars Dan. Þeir sem vilja styrkja Framtíðarsjóðinn geta lagt beint inn á reikning sjóðsins. Númerið á reikningnum er 0515-14-411231 og kennitala reikningseiganda er 491283-1309. Setjið "Vignisbikar" í skýringu.

Það væri ákjósanlegt að upplýsingar um skráningu berist fyrir sunnudaginn 2.12.2018. Upplýsingar um skráningu skulu sendar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Tilgreina skal þyngdarflokk (og nafn). Ekki verður vigtað í flokka nema grunur leiki á að menn séu að reyna að ljúga til um þyngd.