Judo
armann judo2

Hér er síðbúin frétt frá Íslandsmóti yngri flokka í júdó sem haldið var í Skelli laugardaginn 14. apríl síðastliðinn. Okkar keppendur glímdu af mikilli hörku og sýndu af sér góðan þokka í alla staði og sýndu með framgöngu sinni og framkomu að framtíðin er björt hjá Júdódeild Ármanns.

Íslandsmót yngri flokka í júdó verður haldið í Skelli á morgun, laugardaginn 14. apríl. Mótið hefst kl. 10:00 og eru áætluð mótslok um kl. 16:00.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
 • Barnaflokkur (U-13): 11-12 ára, fædd 2006 og 2007, keppnistíminn er 2 mínútur.
 • Táningaflokkur (U-15): 13-14 ára, fædd 2004 og 2005, keppnistíminn er 2 mínútur.
 • Unglingaflokkur (U-18, cadets): fædd 2001, 2002 og 2003, keppnistíminn er 3 mínútur.
 • Juniorar (U-21): fædd 1998, 1999, 2000, 2001, 2002 og 2003, keppnistíminn er 4 mínútur.

Júdódeild Ármanns boðar til aðalfundar mánudaginn 5. mars kl. 20:00 í Ármannsfelli. Dagskrá fundarins er svohljóðandi:
 • Formaður flytur skýrslu um störf deildarinnar á liðnu starfsári
 • Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga til samþykkis
 • Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár til samþykkis
 • Kosning í stjórn
 • Kosnir fimm fulltrúar á aðalfund félagsins
 • Kosnir þrír varamenn
 • Önnur mál
Það verður æfing hjá meistaraflokki fimmtudaginn 19. apríl kl. 11:00-12:30. Þetta er fyrsta æfing sumarsins og að sjálfsögðu eiga allir sem mætt hafa á æfingar hjá meistaraflokki að mæta og fagna sumri.

Júdódeild Ármanns átti sex keppendur á Vormóti JSí í yngri aldurflokkum síðastliðinn laugardag sem skiluðu deildinni 5 verðlaunum. Það voru þeir Baldur Birnuson (U13 -38), Árni Ólafsson (U15 -46), Benedikt Birnuson (U18 -66), Bjarki Arnórsson (U18 -81), Elfar Daviðsson (U21 -73) og Kristján Ríkarður Vernharðsson (U21 -90). Verðlaun og verðlaunahafar voru eftirfarandi:

 

 • Árni varð í 1. sæti U15 -46.
 • Benedikt varð í 3. sæti í U18 -66.
 • Bjarki varð í 2. sæti í U18 -81.
 • Elfar varð í 1. sæti í U21 -73.
 • Kristján varð í 2. sæti í U21 -90.