Hér er síðbúin frétt frá Íslandsmóti yngri flokka í júdó sem haldið var í Skelli laugardaginn 14. apríl síðastliðinn. Okkar keppendur glímdu af mikilli hörku og sýndu af sér góðan þokka í alla staði og sýndu með framgöngu sinni og framkomu að framtíðin er björt hjá Júdódeild Ármanns.
Júdódeild Ármanns átti sex keppendur á Vormóti JSí í yngri aldurflokkum síðastliðinn laugardag sem skiluðu deildinni 5 verðlaunum. Það voru þeir Baldur Birnuson (U13 -38), Árni Ólafsson (U15 -46), Benedikt Birnuson (U18 -66), Bjarki Arnórsson (U18 -81), Elfar Daviðsson (U21 -73) og Kristján Ríkarður Vernharðsson (U21 -90). Verðlaun og verðlaunahafar voru eftirfarandi: