Júdódeild Ármanns boðar til aukaaðalfundar miðvikudaginn 10. apríl kl. 20:15 í Ármannsfelli. Dagskrá fundarins er svohljóðandi:
Eins og lög gera ráð fyrir þreyttu Ármenningar beltapróf á vorönninni. Uppbygging prófanna eru svolítið mismunandi eftir aldri iðkenda. Nánari upplýsingar um gráðureglurnar er að finna hér.
Júdóiðkendur sem eru 10 ára og yngri (U11) taka ekki hefðbundið beltapróf en þau taka svokallað strípupróf, þar sem þau fá litaðar strípur á hvíta beltið sitt eftir aldri og hversu lengi þau hafa æft. Það voru 6 júdóiðkendurí U11 sem tóku strípupróf að þessu sinni:
Æfingar Júdódeildar hefjast mánudaginn 3.september. Við ætlum að brydda upp á nýjung fyrir krakkana í hverfinu og bjóða upp á æfingar fyrir 1.-4. bekk kl. 15:00-16:00 á mánudögum og miðvikudögum (U4F). Þá geta þessir krakkar tekið frístundarútuna til okkar og er þetta nýjung sem við vonumst til að fái góð viðbrögð. Síðasta vor gerðum við tilraun með sérstakar æfingar fyrir börn af pólskum uppruna á aldrinum 5-9 ára sem tókst með eindæmum vel og því munum við halda áfram með þær æfingar (U4P). Að öðru leyti verður dagskráin svipuð og síðustu ár.
Hægt er að sjá æfingatöfluna með því að smella hér.
""""""""""Það er frí frá æfingum í öllum flokkum þriðjudaginn 1. maí. Það er um að gera að nota þetta frí til að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldu og vinum. Við minnum svo á að Íslandsmót fullorðinna er laugardaginn 5. maí og hvetjum alla Ármenninga til að mæta og njóta þess að horfa á frábært júdó og hvetja okkar menn til dáða.
ÁFRAM ÁRMANN!