Kraftlyftingar
kraft
Kraftlyftingalið Ármanns, einir 10 keppendur, átti góðan dag á Íslandsmótum í klassískum og útbúnum kraftlyftingum í Reykjanesbæ á laugardaginn.

María Guðsteinsdóttir

keppti í -57kg flokki í útbúnaði. Hún tók 122.5-80-157.5=360 og klikkaði naumlega á 169kg í réttstöðu. Allar lyftur voru met í M2 flokki kvenna. Gull.

Arna Ösp Gunnarsdóttir

keppti í -63kg flokki í klassískum. Hún endaði í 142.5-85-180=407.5. Hnébeygja og réttstaða eru Íslandsmet og réttstaðan mjög létt. Er stutt í tvistinn? Gull.

Guðný Hanna Sigurðardóttir

keppti í unglingaflokki -84kg í klassískum og tók 135-65-130=300. Hún tvíbætti hnébeygjumetið en þurfti að hætta keppni í réttstöðu eftir eina lyftu vegna krampa í baki. Megum eiga von á réttstöðulyftumeti bráðlega. Gull.

Þórunn Brynja Jónasdóttir

keppti í M1 flokki -84kg í klassík. Hún fór upp með 132.5-82.5-155=370. Góðar bætingar en smá svekk að taka ekki hnébeygju- og réttstöðumetin. 138 í beygju var fellt á dýpt (?!?) og réttstaðan aðeins of þung í þetta sinn. Metin falla í nóvember! Gull.

Þorbjörg Matthíasdóttir

keppti í +84kg flokki í klassískum. Hún fór með 160-77.5-170_407.5. Allt góðar bætingar og mikið inni. Silfur.

Björn Margeirsson

keppti í -74kg flokki með útbúnaði. Hann endaði með 240-132.5-215=587.5. Björn tvíbætti beygjumetið í M1 á dramatískan hátt. Lyfta 2, sem átti að vera 225, reyndist vera 232.5 þegar talið var af stönginni, 7.5 auka öðru megin. Þrátt fyrir það bætti hann metið aftur. Þá var bensínið búið og aðeins opnarar náðust í hinum greinunum, svo þau met bíða. Gull.

Júlíus Ólafsson

(14) keppti í -83kg flokki drengja í klassík á sínu fyrsta alvörumóti. Hann tók létt 110-70-140=320 og átti vel inni. Björt framtíðin hjá þessum unga pilt.

Magnús Dige

keppti í 105kg flokki í klassískum og átti seríuna 205-115-205=525. Góðar bætingar. Brons.

Danila

keppti líka í 105 og tók 200-140-237.5=577.5. Það var smá luðra í honum svo hann tók því rólega. Silfur.

Síðast en ekki síst keppti svo Júlían J. K. Jóhannsson

í +120kg flokki með útbúnaði. Hann byrjaði á að taka hnébeygjumet Auðunn

s með 415kg, tók svo Íslandsmet í bekk með 330.5kg og svo 390 í réttstöðulyftu. 1135.5kg samtals. Hann átti mjög góðar tilraunir við 350kg í bekk og 410.5 í réttstöðu sem klikkuðu naumlega!! Gull.

Framkvæmd mótsins var í alla staði frábær og á Massafólk allar þakkir skildar fyrir.

http://results.kraft.is/meet/kraft-im-i-kraftlyftingum--2020

http://results.kraft.is/meet/kraft-im-i-klassiskum-kraftlyftingum--2020