Kraftlyftingar
kraft

Nú er bikarmóti lokið og tókst okkur Ármenningum að halda mótið miðað við nýjustu sóttvarnarreglur og ótrúlegan fjölda keppenda.

bikarmt 2021

Ármenningar gerðu góðan túr á Bikarmót Kraft í klassískum kraftlyftingum í gær.

Konurnar riðu á vaðið og áttu sviðið.

  • Arna Ösp Gunnarsdóttir sigraði með glæsibrag í -63kg flokki með 146kg hnébeygju, 85kg bekkpressu og 184kg réttstöðulyftu, 415 samanlagt. Beygja, dedd og total eru ný íslandsmet. Arna hafnaði í öðru sæti kvenna á stigum.Lucie Stefanikova sigraði í -76kg flokki með 177.5kg HB, 95 BP, 200 RL og 472.5kg samanlagt. Réttstöðulyftan og samanlagt eru yfir gildandi Íslandsmeti. Lucie varð jafnframt stigameistari kvenna. Til hamingju Lucie!
  • Þórunn Brynja Jónasdóttir sigraði í -84kg flokki með 140-90-165=395. Réttstöðulyftan og samtalan eru jafnframt met í M1 flokki 40-49 ára. Þórunn var jafnframt mótstjóri og dómari í karlaflokki. Nóg að gera hjá henni!
Í karlaflokki átti Ármann tvo keppendur í -93kg flokki og þrjá í -105kg flokki.
  • Alex Cambray Orrason sigraði í -93kg flokki með 245kg hnébeygju, 145kg bekkpressu, 257.5kg réttstöðulyftu og 647.5kg réttstöðulyftu. Baráttan um fyrsta sætið var grjóthörð og vannst á síðustu lyftu.
  • Magnús Dige hafnaði í 5. sæti í -93kg flokki með 185-105-202.5=492.5kg. Bætingatilraunir féllu ekki alveg með honum að þessu sinni.
  • Danila Krapivenko sigraði í stórum og jöfnum -105kg flokki með 210-140-242.5=592.5kg.
  • Hlynur Sigurðsson keppti á sínu fyrsta móti og lenti í 4. sæti með 215-115-220=550kg og átti mikið inni. Missti nokkrar lyftur vegna tæknimistaka.
  • Helgi Briem hafnaði í 5. sæti með 177.5-127.5-222.5=527.5kg. Hnébeygja og réttstöðulyfta eru M2 met í 105kg flokki.

Til að allt gengi nú upp voru margar hendur sem lögðu hönd á plóginn. Fannar Karvel takk fyrir afnotin af flottu stöðinni þinni Sparta geggjuð aðstaða og þægileg í alla staði. Allir dómarar Stefán Sturla Svavarsson Laufey Agnarsdóttir Daníel Geir Einarsson Helgi Hauksson Júlían J. K. Jóhannsson Alex Cambray Orrason takk fyrir dómgæsluna á mótinu. Geggjaðir stangarmenn í öllum hlutum, án ykkar hefði aldrei verið hægt að halda mótið Marinó Sigurðsson Davíð Ólafur Hinrik Pálsson Eggert (Massi Lyftingar Og Líkamsrækt) næ ekki að tagga. Magnús Teitsson Börkur (Massi Lyftingar Og LíkamsræktAndri Már Sigurðsson og Arnar bróðir hans  Árni Snær Jónsson (vonandi rétt tagg) Svavar frá Mosó  Magnús Dige Helgi Briem Arna Ösp Gunnarsdóttir Egill Camelot - Kraftlyftingadeild Breiðabliks og Magnús Elvar Jónsson þið öll stóðuð ykkur hrikalega vel um helgina. Takk fyrir það. Ekki má gleyma ritaraborðinu sem var þétt setið@Lára Bogey Finnbogadóttir Daði Heiðar Kristinsson Alexandrea Rán Hinrik Pálsson Eiríkur Benedikz Þorbjörg Matthíasdóttir Róbert Kjaran og svo flutningsfólkið sem er held ég allt komið á lista nema Hlynur Sigurðsson og Óskar Ólafsson takk fyrir hjálpina. Ásamt öðrum Ármenningum sem báru lóð  Það er örugglega einhver að gleymast á þessum lista. Ótrúlega skemmtileg helgi sem endaði að sjálfsögðu á bikarmeisturum. Í klassík urðu bikarmeistarar Lucie Stefanikova Ármanni og Friðbjörn Bragi Mosó og í búnaði urðu bikarmeistarar Þóra Kristín Massa og Daníel Geir Einarsson Breiðablik. Til hamingju öll með titilinn 

Áfram kraftlyftingar