Kraftlyftingar
armann kraftlyftingar

Föstudaginn 16. des. 2016 kl.16 ætla Kraftlyftingadeild og Lyftingadeild Ármanns sameiginlega að halda Jólamót Ármanns í alhliða lyftingum með nýstárlegum hætti í æfingasal félaganna í Djúpinu, Laugardalslaug. Keppt verður í 5 greinum, hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu, snörun og jafnhöttun karla og kvenna.

Leyfilegt er að keppa í einni grein, fleirum eða öllum eins og fólk kýs. Allir Ármenningar eru velkomnir, svo og gestir sem gætu hugsað sér að taka smá á því. Mótið verður óformlegt.Enginn pallur, engar umferðir og lyftarar prófa þær lyftur sem þeir vilja eins oft og þeir vilja þegar þeir eru tilbúnir. Mótið verður án búnaðar en ef einhver vafi leikur á eru notaðar reglur Kraft um klassískar kraftlyftingar (belti, hnjáhlífar og úlnliðsvafningar leyfðir).  

Verðlaun verða veitt fyrir besta árangur (Wilks/Sinclair) í hverri lyftu svo og í samanlögðu (5 lyftu súpertotal), í karla og kvennaflokki. Piparkökur, kaffi og kakó verða á boðstólum fyrir jólalyftara.

Komum öll og höfum gaman! Engin pressa, ekkert stress, mætum bara og bætum! Hafið samband við stjórnir deildanna ef þið hafið áhuga.

Helgi Briem,formaður Kraftlyftingadeildar
8592064, hbriem [at] gmail.com