Upplýsingar
Kraftlyftingadeild Ármanns hefur aðsetur í æfingasal undir Laugardalslaug sem er kallaður Djúpið ásamt Lyftingadeild Ármanns (Ólympískar lyftingar). Salurinn er opinn eins og laugin, yfirleitt 6:30 til 22:00.

Helgi Briem þjálfari er yfirleitt við milli 16:30 og 18, mánud, miðvikud og föstud. og er það jafnframt vinsælasti og þéttsetnasti æfingatíminn. Síminn hjá honum er 7744977. 

Helgi kennir bæði byrjendum og lengra komnum og svo hjálpumst við auðvitað öll að en í grunninn eru kraftlyftingar einstaklingsíþrótt þar sem hver og einn þarf að bera ábyrgð á eigin þjálfun. Þjálfari gerir áætlun fyrir suma, aðrar smíða sína eigin, eru í fjarþjálfun eða sækja eða kaupa á netinu, allur gangur á því.

Árgjaldið er 50þús. á ári og mögulegt er að greiða fyrir skemmri tímabil í einu sé þörf fyrir. Frístundakort er hægt að nota fyrir unglinga. 

Best er að greiða gegnum https://www.sportabler.com/shop/armann en mikilvægt er að senda póst á gjaldkera ( This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ) út af félagaskráningu og aðgangskorti.

Einnig er hægt að greiða með millifærslu en þá þarf að láta gjaldkera vita.
Bankareikningur: 111-26-060040
Kennitala: 6004090340

Eini búnaðurinn sem mælt er með til að byrja með (annar en venjuleg æfingaföt) eru lyftingaskór. Þeir fást td í http://wodbud.is (Faxafeni 12) . Þeir ódýrustu (td Adidas Powerlift 3) hafa reynst prýðilega. Ekki kaupa Crossfitskó, það eru ekki lyftingaskór. Æfingadagbók er nauðsyn. Ef þú vilt síðar kaupa löglegan keppnisbúnað er helst að nefna "SBD á Íslandi" og "Inzer á Íslandi" (Facebook) auk ofangreindra verslana.

Við erum með Facebook hópinn Kraftlyftingadeild Ármanns https://www.facebook.com/groups/armann.kraft/ og reynum að setja þar inn fréttir, myndbönd og nauðsynlegustu upplýsingar. Auk þess erum við með Instagram síðuna https://www.instagram.com/armannkraft/ og kvennahópurinn Árman er með https://www.instagram.com/arman.9for9/.