Sund
armann sund

Sunddeild Ármanns tók þátt á Reykjavíkurmeistaramótinu í sundi í Laugardalslaug um helgina. Um fjörutíu keppendur frá 10 til 20 ára tóku þátt auk nokkurra mikið eldri sem syntu í boðsundssveitunum okkar.

Auk þess að veita meistaratign fyrir hverja grein er mótið stigakeppni á milli félaga þar sem keppt er í eftirtöldum aldursflokkum: 12 ára og yngri, 13-14 ára, 15-17 ára, 18 ára og eldri og opinn flokkur fatlaðra karla og kvenna.mynd RVK mt

Stig eru gefin fyrir röð keppenda í hverjum flokki og hljóta 6 fyrstu sæti stig, þannig að fyrir 1. sæti fást 8 stig, fyrir annað sætið fást 6 stig, fyrir 3. sæti fást 4 stig, fyrir 4. sætið fást 3 stig, fyrir 5. sætið fást 2 stig og að lokum fæst 1 stig fyrir 6. sætið.

Lokastaðan:
1.       Sæti:    Fjölnir                             596 stig                           
2.       Sæti:     KR                                   520 stig
3.       Sæti:     Ármann                         505 stig
4.       Sæti:     Sundfélagið Ægir          322 stig
5.       Sæti:     ÍFR                                    92 stig
6.       Sæti:     Ösp                                   27 stig


Þó svo að ekki tækist að verja Reykjavíkurbikarinn í ár unnust margir glæsilegir sigrar um helgina. Það komu 23 Reykjavíkurmeistaratitlar í hús í einstaklingsgreinum og fjórir í boðsundum. Það er þremur fleira en í fyrra þegar þeir voru 21 og þrír. Sex sundmenn skiptu einstaklings meistaratitlunum á milli sín Svava Björg Lárusdóttir (6), Ylfa Ásgerður Eyjólfsdóttir (4), Sunna Arnfinnsdóttir (4), Ziza Alomerovic (1), Ylfa Lind Kristmannsdóttir (3) og Tómas Valfells (5). Krakkarnir okkar hlutu 20 silfurverðlaun og 21 brons. Þá voru Ármenningar í þrjátíu og einu stigasæti í viðbót.

Stigahæstu sundmennirnir í hverju flokki eru verðlaunaðir sérstaklega og átti Ármann fjóra stigameistara af tíu. Svava Björg í flokki 15-17 ára, Ylfa Ásgerður í flokki 13-14 ára, Ylfa Lind í flokki 12 ára og yngri og Tómas Valfells einnig í flokki 12 ára og yngri.

Í yngsta flokknum 12 ára og yngri voru margir Ármenningar að taka þátt á sínu fyrsta af vonandi mörgum Reykjavíkurmeistaramótum. Þar tókst Dórótheu Margréti Jakobsdóttur að næla í sín fyrstu AMÍ lágmörk og það munu án efa fleiri krakkar ná sínum fyrstu AMÍ lágmörkum áður en við förum með keppnishópinn á AMÍ á Akureyri um miðjan júní.

Þjálfarar keppnisliðs Ármanns eru Þurðíður Einarsdóttir, Zoltán Belányi og Juan Aguilar.

Nú höldum við áfram að æfa og bæta okkur þar til næst. Áfram Ármann