Taekwondo
TaekwondoArmann

Á morgun leggur Eyþór Atli Reynisson land undir fót og fer til Egyptalands. En hann og María Guðrún Sveinbjörnsdóttir frá Aftureldingu hafa verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á HM Beach í poomsae. Inga Eyþórsdóttir formaður Taekwondodeildar Ármanns fer einnig út sem Head of Team

Eyþór keppir í einstaklings flokki karla undir 30 ára.
María keppir í einstaklings flokki kvenna 30 ára og eldri.

Lisa Lents landsliðsþjálfari er komin til Egyptalands og tekur á móti þeim. Keppnisdagar eru föstudagur og laugardagur.

Óskum þeim góðs gengis.